7. apr - PowerPoint PPT Presentation

About This Presentation
Title:

7. apr

Description:

V sbending um peningastefnu framt Ef se labankar hafa yfir a r a meiri uppl singum um st u efnahagsm la og eigin vi br g St f inngrip geta ... – PowerPoint PPT presentation

Number of Views:65
Avg rating:3.0/5.0
Slides: 29
Provided by: THOR193
Category:
Tags: apr | hafa

less

Transcript and Presenter's Notes

Title: 7. apr


1
Inngrip Seðlabanka Íslands og áhrif þeirra á
gengi krónunnar
  • 7. apríl 2003
  • Þórarinn G. Pétursson Gerður Ísberg
  • Hagfræði- og peningamálasvið
  • Seðlabanki Íslands
  • Skoðanir okkar en þurfa ekki að endurspegla
    skoðanir SÍ

2
Hvað eru inngrip?
  • Þegar seðlabanki fer inn á gjaldeyrismarkað og
    kaupir eða selur gjaldeyri er talað um inngrip
    seðlabanka
  • Almennt er þó gerður greinarmunur á því hvort
    bankinn fer inn á markaðinn til að hafa áhrif á
    gengi gjaldmiðla eða ekki
  • Í þessari grein eru slík viðskipti ekki
    skilgreind sem inngrip

3
Framkvæmd inngripa
  • Aðgerðir í peningamálum endurspeglast ávallt í
    breytingum á efnahagsreikningi seðlabankans
  • Hefðbundnar markaðsaðgerðir virka t.d. þannig að
    bankinn kaupir innlend verðbréf og á móti eykst
    grunnfé sem veldur því að peningamagn í umferð
    eykst og markaðsvextir lækka
  • Að öðru óbreyttu ætti gengi krónunnar að lækka,
    enda hefur hlutfallslegt framboð gjaldmiðilsins
    verið aukið

4
Framkvæmd inngripa
  • Seðlabankinn getur náð fram sömu áhrifum með því
    að kaupa erlend verðbréf í stað innlendra (þ.e.
    með því að kaupa gjaldeyri)
  • Gjaldeyrisforðinn stækkar og á móti eykst grunnfé
  • Peningamagn eykst, vextir lækka og gengi
    krónunnar lækkar
  • Aðgerðin er í eðli sínu nákvæmlega eins og um
    hefðbundna markaðsaðgerð væri að ræða
  • Mikilvægt að hafa í huga að það eru ekki
    gjaldeyriskaupin sjálf sem valda veikingu heldur
    aukið peningamagn og lækkandi vextir

5
Stýfð og óstýfð inngrip
  • Ofangreind inngrip eru kölluð óstýfð
  • Seðlabankinn getur einnig stýft inngripin þannig
    að á sama tíma og hann kaupir erlend verðbréf þá
    selur hann innlend
  • Grunnfé breytist því ekki neitt og þar með ekki
    peningamagn í umferð né innlent vaxtastig
  • Það eina sem breytist er samsetning eignasafns
    Seðlabankans
  • Spurningin er því hvort stýfð inngrip hafi
    einhver áhrif

6
Hvað segja fræðin?
  • Áhrif á áhættuálag innlendra verðbréfa
  • Eignasamsetning seðlabanka og almennings breytist
  • Kaup á erlendum verðbréfum stækkar forða en á
    móti dregur úr innlendri verðbréfaeign bankans
  • Innlend verðbréfaeign almennings eykst á móti
  • Hann er hins vegar einungis viljugur til að auka
    við eign sína á innlendum bréfum ef verð þeirra
    lækkar, þ.e. ef gengi innlends gjaldmiðils lækkar
  • Þarf ófullkomna staðkvæmd milli innlendra og
    erlendra bréfa
  • Ef fullkomin staðkvæmd skiptir heildareign bara
    máli

7
Hvað segja fræðin?
  • Vísbending um peningastefnu í framtíð
  • Ef seðlabankar hafa yfir að ráða meiri
    upplýsingum um stöðu efnahagsmála og eigin
    viðbrögð
  • Stýfð inngrip geta gefið vísbendingu um skoðun
    bankans á stöðu gjaldmiðilsins og hvert hann
    telur heppilegt að hann stefni
  • Þannig gætu inngrip gefið vísbendingu um aðgerðir
    í peningamálum í framtíð sem hefðu strax áhrif á
    gengið í gegnum gengisvæntingar

8
Hvað segja fræðin?
  • Vísbending um peningastefnu í framtíð
  • Til að þessi vísbendingaráhrif virki þurfa þau að
    vera trúverðug, þ.e. inngripunum þarf um síðir að
    fylgja þau viðbrögð sem þau eru talin gefa
    vísbendingu um
  • Stýfð inngrip eru því skv. þessu ekki sjálfstætt
    stjórntæki í raun eru það skilaboðin um
    framtíðarákvarðanir í peningamálum sem hafa áhrif
    á gengið í dag en ekki inngripin í sjálfu sér

9
Hvað segja fræðin?
  • Samspil við virkni gjaldeyrismarkaðar
  • Ef gjaldeyrismarkaður einkennist af hjarðarhegðun
    og sjálfsmagnandi væntingum fjárfesta geta
    myndast verðbólur sem inngrip geta sprengt, t.d.
    ef seðlabankanum tekst að leysa ákveðinn
    samræmingarvanda
  • Einnig mögulegt að gjaldeyrispöntunin sjálf hafi
    áhrif, sérstaklega á markaði þar sem velta er
    lítil og þar sem markaðurinn einkennist af
    spíralmyndun

10
Hvað segir reynslan?
  • Rannsóknir benda almennt til að staðkvæmd milli
    bréfa í helstu myntum sé mikil
  • Áhrif hlutfallslegs framboðs verðbréfa á gengi
    gjaldmiðla virðast takmörkuð og fara minnkandi
    með minni höftum á gjaldeyrismörkuðum
  • Geta þó skipt einhverju máli fyrir lítt þróaða
    gjaldeyrismarkaði og gjaldmiðla sem ganga lítt
    skiptum á alþjóðamörkuðum

11
Hvað segir reynslan?
  • Erfitt að meta vísbendingaráhrif geta tekið
    langan tíma að koma fram
  • Rannsóknir benda þó til að þessi áhrif geta verið
    fyrir hendi, sérstaklega ef inngripin eru vel
    skýrð og framkvæmd í samvinnu nokkurra seðlabanka

12
Almenn niðurstaða
  • Áhrif stýfðra inngripa virðast í besta falli
    tilviljanakennd
  • Virka stundum en yfirleitt eru áhrif takmörkuð
  • Áhrifin yfirleitt tímabundin
  • Fara minnkandi því oftar sem notuð
  • Virka betur ef fleiri seðlabankar koma að
  • Áhrif á flökt gjaldmiðla óljós
  • Eykur frekar flökt en minnkar

13
Inngrip SÍ Umfang viðskipta
14
Inngrip SÍ Breytt aðkoma
15
Inngrip SÍ Breytt aðkoma
T-I mótunarár markaðarins Meginhlutverk að halda
markaðinum lifandi og tryggja vísi að virkri
verðmyndun á gjaldeyri. Einkennist af mikilli
viðveru bankans og litlum viðskiptum í hvert
sinn T-II Seinna mótunarskeiðið Bankinn enn
mikilvægur hluti markaðarins og daglegu
viðskiptaumhverfi viðskiptavaka T-III Tímabil
án afskipta T-IV Krónan undir þrýstingi Inn að
nýju en hlutverk breyst í grundvallaratriðum.
Einkennist af mikilli veikingu krónunnar og
tilraunum SÍ til að hemja hana og síðar að verja
vikmörk gengisstefnunnar T-V Tímabil sérstakra
viðskipta Engin bein inngrip en viðskipti við
sérstakar aðstæður sem tengjast ekki framgangi
peningastefnunnar og eru ekki hugsuð til að hafa
áhrif á gengi krónunnar
16
Inngrip SÍ Hlutverk og notkun
  • Augljóst að hlutverk inngripa breyttist með
    breytingum á umgjörð peningastefnunnar
  • Fastgengisstefna Meginhlutverkið að styðja hana
    og verja vikmörk
  • Verðbólgumarkmið Mun minna hlutverk en þó
    möguleiki á að nota ef gengisþróun ógnar
    verðbólgumarkmiði eða fjármálalegum stöðugleika

17
Inngrip SÍ Framkvæmd
  • Nær eingöngu á stundarmarkaði
  • 2 undantekningar 1 framvirk viðskipti og 1
    gjaldeyrisskiptasamningur
  • Í báðum tilvikum sérstök viðskipti sem ekki falla
    undir bein inngrip
  • Ekki á ákveðnum tíma dags
  • Viðskipti skv. endurkaupaáætlun eru hins vegar
    alltaf fyrir opnun markaðar
  • Þessi viðskipti falla heldur ekki undir bein
    inngrip

18
Inngrip SÍ Framkvæmd
  • Seðlabankinn reynir almennt ekki með formlegum
    hætti að stýfa inngrip sín
  • Fyrirkomulag endurhverfra viðskipta gerir það
    hins vegar að verkum að inngripin eru í raun að
    meira eða minna leyti stýfð
  • 2001 Sala á gjaldeyri fyrir 29,5 ma.kr.
  • SÍ stýfði sjálfur 4 ma.kr. með gjald.sk.samn.
  • Bein inngrip því 25,5 ma.kr.
  • Endurhverf viðskipti jukust um 22 ma.kr.
  • Grunnfé dróst saman um aðeins 1,5 ma.kr.

19
Inngrip SÍ Áhrif inngripa
Gengið leitar yfirleitt fljótlega aftur í sama
farið Áhrifin eru því einungis skammvinn Þó
dæmi um langlífari áhrif þar sem þau hafa hitt á
tímabil mikillar óvissu á báða vegu Tekst að
snúa væntingum á sveif með bankanum Dæmi 21/6
2001. Hins vegar óljóst þar sem á sama tíma kom
yfirlýsing ríkisstjórnar um nýtt erlent lán og
nýtt fyrirkomulag á viðskiptavakt
20
Inngrip SÍ Áhrif inngripa
24/11 00 12 af veltu og vísitala lækkar um
2 26/1 01 40 af veltu og vísitala lækkar
lítillega 8/10 01 30 veltu og vísitala hækkar
aðeins Árangur virðist ráðast meira af aðstæðum
hverju sinni en umfangi viðskipta
21
Inngrip SÍ Áhrif inngripa
22
Inngrip SÍ Áhrif inngripa
23
Inngrip SÍ Áhrif inngripa
24
Inngrip SÍ Áhrif inngripa
  • Til að meta áhrif inngripa á gengi krónunnar með
    formlegum hætti var metið eftirfarandi
    tölfræðilíkan fyrir tímabilið 1998-2001
  • Sérstök gjaldeyrisviðskipti bankans í des. 2001
    voru ekki tekin með enda ekki talin bein inngrip

25
Inngrip SÍ Áhrif inngripa
26
Inngrip SÍ Áhrif inngripa
  • Gengi krónunnar veikist að meðaltali eftir
    inngrip gefur til kynna að inngrip hafi ekki náð
    að koma í veg fyrir veikingu
  • Vænlegra til árangurs ef inngrip eru stór og ná
    yfir nokkra daga
  • Áhrif á flökt eru mismunandi eftir því hvort
    inngrip eru fyrir eða eftir víkkun og afnám
    vikmarka
  • Fyrir víkkun virðast stór inngrip draga úr flökti
  • Eftir víkkun virðast inngrip auka flökt en þó
    minna eftir að krónan fór á flot
  • Áhrif á flökt eru áfram minni ef inngrip eru stór

27
Samantekt
  • Áhrif inngripa Seðlabankans tiltölulega takmörkuð
    og til skamms tíma
  • Ekki tókst að koma í veg fyrir veikingu krónunnar
    eða snúa henni við
  • Ekki tókst að draga kerfisbundið úr flökti
  • Bíður ekki upp á nýtt og sjálfstætt stjórntæki
    Vaxtabreytingar nauðsynlegar til að kalla fram
    gengisáhrif

28
Samantekt
  • Á móti má hins vegar segja að nær ómögulegt er að
    segja hvað hefði gerst hefði bankinn ekki reynt
    þegar órói og óvissa var sem mest á markaðnum
  • Veikingin hefði þannig getað orðið enn meiri án
    inngripanna
  • Ekki útilokað að bankanum hafi tekist að hægja á
    veikingarferlinu þannig að meginþungi þeirra hafi
    ekki komið fram þegar ofþenslan var sem mest
Write a Comment
User Comments (0)
About PowerShow.com