- PowerPoint PPT Presentation

1 / 12
About This Presentation
Title:

Description:

rangur h sk laranns knum R nar Vilhj lmsson, pr fessor Erindi flutt R stefnu um m lefni h sk lanna, H t arsal H sk la slands ... – PowerPoint PPT presentation

Number of Views:31
Avg rating:3.0/5.0
Slides: 13
Provided by: blab1
Category:
Tags: merkt

less

Transcript and Presenter's Notes

Title:


1
Árangur í háskólarannsóknum
Rúnar Vilhjálmsson, prófessor
Erindi flutt á Ráðstefnu um málefni háskólanna,
Hátíðarsal Háskóla Íslands, miðvikudaginn 10.
apríl
2
Inngangur
Háskólum er gjarnan skipt í kennsluháskóla
(college, community college) og
rannsóknaháskóla (Research university).
Kennsluháskólar leggja megin áherslu á kennslu í
styttri námsleiðum og kennslu til fyrstu
háskólagráðu. Kennarar hafa takmarkað
rannsóknahlutverk, en sinna aðallega kennslu,
stjórnun og annari þjónustu. Rannsóknaháskólar
eru ýmist sérhæfðir (t.d. á tæknisviði eða
heilbrigðissviði) eða almennir (Universitas) og
spanna þá helstu svið vísinda og fræða.
3
Virkni og árangur háskólakennara í rannsóknum
er meginmarkmið í rannsóknaháskólum
(Universitas, Research University)
Samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum ráðast gæði slíkra
skóla einkum af rannsóknunum (Guardian, 2010
Rúnar Vilhjálmsson, 2012) Kennsla í
slíkum háskólum (fyrirlestrar, leiðbeining
umræður og þjálfun) er samofin rannsóknum, ekki
síst í framhaldsnáminu. Kennslan byggir
á fræðilegum og vísindalegum grunni og
miðlar nemendum vísindalegum viðhorfum,
þekkingu og þjálfun
4
Fjölmargir þættir hafa verið tengdir virkni
háskólakennara og vísindamanna í rannsóknum
Starfsaldur (Levin og Stephan, 1991) Kynferði
(Kyvik og Teigen, 1996 Suitor og fl., 2001)
Menntun (Lelievre og fl., 2011) Akademísk
staða (Bland og fl., 2005 Teodorescu, 2000)
Kennsluálag (Braxton, 1996 uz Zaman, 2004)
Umfang stjórnunarstarfa (Bland og fl., 2005)
Rannsóknarvirkni og -menning í háskóladeildinni
(Allison og Long, 2001) Fræðigrein (Inga
Dóra Sigfúsdóttir og Þórólfur Þórlindsson,
2000) Tengslanet í rannsóknum (Stvilia og fl.,
2011) Rannsóknastyrkir (Jacob og Lefgren, 2007
Teodorescu, 2000)
5
Háskóli Íslands
Hefur haft sérstöðu meðal íslenskra háskóla.
Sérstaðan byggist á eftirfarandi þáttum Lang
fjölmennasti háskólinn (14.000 nemendur og
570 fastráðnir kennarar). Hefur yfirburðastöðu
meðal íslenskra háskóla þegar athugaðir eru
algengir gæðavísar sem tengjast kennurum og
rannsóknum (t.d. fjöldi prófessora, kennarar
með doktorsmenntun, árangur gagnvart
rannsóknasjóðum og alþjóðlegar birtingar
kennara). Er eini alhliða rannsóknaháskólinn
(Universitas) í landinu með grunn- og
framhaldsnám á öllum helstu sviðum vísinda og
fræða.
6
Háskóli Íslands (frh) EN þetta þýðir
ekki að rekstur og starfsemi Háskóla Íslands sé í
góðu lagi. Vandi háskólans hefur einkum verið
talinn þessi 1. Of litlar kröfur eru almennt
gerðar við inntöku nemenda í skólann. 2. Fjöldi
nemenda á hvern fastráðinn kennara er allt of
hár. 3. Námsleiðir í framhaldsnámi eru of margar
og veikburða. 4. Mikið og vaxandi umsýslu- og
stjórnunarálag fastráðinna kennara. 5.
Fjárveitingar til skólans eru allt of lágar, m.a.
í samanburði við OECD. 6. Reiknilíkan
fjárveitinga er ónýtt og skortir réttmæti
(tekur ekki tillit til eðlilegs raunkostnaðar við
kennslu og rannsóknir). 7. Launakjör
háskólakennara eru óviðunandi og ekki í samræmi
við launakjör þeirra í nágrannalöndum eða
launakjör sérfræðinga á frjálsum markaði. 8.
Formlegar menntunarkröfur til kennarastarfa hafa
verið of lágar. 9. Rannsóknakröfur við
nýráðningar og framgang kennara hafa verið
lægri en í alþjóðlegum rannsóknaháskólum.
7
Rannsóknin Árangur í háskólarannsóknum
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvaða
    þættir
  • tengdust helst árangri háskólakennara í
    rannsóknum
  • Rannsóknin tók til allra lektora, dósenta og
    prófessora
  • Háskóla Íslands sem voru í föstu starfi við
    skólann haustið
  • 2003, samtals 403 kennara.
  • Rannsóknin tók til 6 ára og var tilkynnt
    Persónuvernd
  • (Tilkynning S4416/2009) (Rúnar Vilhjálmsson,
    2010)
  • Heimtur voru 100
  • Rannsóknavirkni kennara var metin útfrá
  • 1. Heildarstigum hvers kennara fyrir
    rannsóknir (samkvæmt
  • vinnumati)
  • 2. Alþjóðlegum rannsóknastigum hvers kennara
  • 3. Fjölda alþjóðlegra tímaritsgreina hvers
    kennara

8
Niðurstöður rannsóknarinnar
  • Almenn fylgni (correlation) reyndist milli
    rannsóknavirkni
  • kennara og eftirfarandi þátta (Í svigum merkir
    jákvæð
  • tengsl og - merkir neikvæð tengsl. Ef ekki er
    merkt í sviga er sambandið ekki línulegt)
  • Starfsaldur (-)
  • Starfshlutfall ()
  • Menntun ()
  • Staða (Lektor, Dósent, Prófessor) ()
  • Vísindasvið (Verk-Raunvís., Heilb.vís.,
    Fél.vís., Hugvís.)
  • Kennsluyfirvinna (-)
  • Rannsóknasamstarf ()
  • Rannsóknastyrkir frá RHÍ og Rannís ()
  • Óveruleg eða engin tengsl voru milli skorar- og
    deildarforystu og
  • rannsóknavirkni.
  • Kynferði tengdist ekki rannsóknastigum og
    aðeins að litlu leyti
  • fjölda alþjóðlegra tímaritsgreina (heldur
    fleiri greinar hjá körlum)

9
Niðurstöður rannsóknarinnar (frh)
Mikilvægustu þættir tengdir rannsóknavirkni
kennara voru (samkvæmt marghliða
aðhvarfsgreiningu) Staða (lektor, dósent,
prófessor) Starfsaldur Menntun
Vísindasvið Kennsluyfirvinna
Rannsóknastyrkir
10
Ályktanir
  • Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að efla
    megi háskóla-
  • rannsóknir með því að
  • Viðhalda eðlilegri nýliðun (fáir fastráðir
    kennarar og öldrun
  • kennaraliðs veldur alvarlegum vanda)
  • Gera doktorspróf að almennu ráðningarskilyrði
  • Ráða kennara í heilt starf fremur en hlutastarf
  • Ráða kennara með staðfestan rannsóknaferil
  • Styrkja rannsóknasjóðakerfið
  • Hækka föst laun kennara og lækka
    kennsluyfirvinnu
  • Stuðla að auknu innlendu og alþjóðlegu
    rannsóknasamstarfi

11
Umræða
Skilyrði fyrir öflugu starfi í íslenska
háskólakerfinu til framtíðar eru 1. Róttæk
endurskoðun fjárveitinga, m.ö.o. nýtt reiknlíkan
sem hvetur til gæða fremur en magns kennslu
og rannsókna, viðurkennir eðlilegan
raunkostnað í grunn- og framhaldsnámi og
fjármagnar nauðsynlega aðstöðu til
verkþjálfunar og rannsókna. 2. Fjölgun
fastráðinna kennara í fullu starfi. 3. Auknar
menntunarkröfur til kennara. 4. Auknar
rannsóknakröfur við nýráðningu og framgang
kennara. 5. Efling rannsóknasjóða. 6. Hækkun
grunnlauna háskólakennara og frekari lækkun
kennsluyfirvinnu. 7. Stjórnun háskólanna verði á
akademískum forsendum (fagræðisskipan) og
unnið gegn stjórnsýslu- og
fyrirtækjavæðingu háskólanna. 8. Hugað verði að
sameiningu háskóla, verkaskiptingu (College,
University) og auknu samstarfi.
12
(No Transcript)
Write a Comment
User Comments (0)
About PowerShow.com