Title: Sj
1Sjálfstætt fólk - efnisútdráttur
- 1. hluti Landnámsmaður Íslands
2Kólumkilli
- Fornar sagnir eru um Albogastaði í Heiði.
- Þar var forðum kirkja helguð Kólumkilla, írskum
munki og særingamanni, sem kom fyrir landnám. - Gunnvör húsfreyja stundaði morð á ferðamönnum um
1600. Hún var tekin af lífi og dysjuð á hálsinum
vestan bæjarins. - Draugagangur varð síðan á bænum, því að Gunnvör
reið húsum.
3Jörðin
- Albogastaðir voru nefndir Veturhús, í eigu
Útirauðsmýrar. - Bærinn hafði verið í eyði frá 1750 í 150 ár.
- Bjartur kemur með gulu, lúsugu tíkina og skírir
staðinn Sumarhús. - Hann hafði verið vinnumaður á Útirauðsmýri í 18
ár. - Hann átti fyrir fyrstu afborgun af jörðinni og á
25 ær. Hann bollaleggur um not af bæjarlæknum.
4Brúðkaup I
- Það var haldið í Niðurkotinu. Rósa Þórðardóttir
giftist Bjarti. Presturinn séra Guðmundur var
góðkunnur fyrir fjárkyn sitt. - Tveir synir Þórðar og konu hans höfðu drukknað,
sonur og dóttir höfðu farið til Ameríku, tvær
dætur voru giftar í sjávarplássum, en Rósa var
yngst. - Hún hafði verið í vist á Útirauðsmýri, sem var
stórbýli sveitarinnar.
5Brúðkaup II
- Húsfreyjan og skáldkonan á Útirauðsmýri var gift
Jóni hreppstjóra. - Þau eiga soninn Ingólf Arnarson Jónsson og
dótturina Auði. - Lýst er fátækum bændum úr sveitinni, sem eru
Einar skáld í Undirhlíð, Þórir í Gilteigi (sem á
dætur), Ólafur í Ystadal, sem er fróðleiksfús, og
seinna bætist fjallkóngurinn við. - Eftir snubbótta athöfn er veisla og maddaman
flytur ræðu um verðleika bændafólks og sveitar.
6Skýjabrok
- Bjartur og Rósa halda heim í Sumarhús.
- Hún vill kasta steini í dys Gunnvarar en hann
bannar það. - Rósa telur að reimt sé á staðum.
- Bjartur kemur með dylgjur um samband Rósu og
Ingólfs á Útirauðsmýri.
7Leyndarmál
- Bjartur kemst að því fyrstu nóttina að Rósa er
ekki hrein mey. - Hann grunar að hún sé ófrísk eftir Ingólf.
- Rósa neitar öllu og grætur.
- Hann aumkast yfir hana því að hann veit að
kvenkynið er aumara en karlkynið.
8Draumar
- Bjartur hugsar til þess að eftir 12 ár verði hann
búinn að borga jörðina (121830 ár). - Rósa er lasin, hún kastar upp.
- Hana langar mjög í kjöt og mjólk. Bjartur segir
að frjáls maður geti lifað á soðningu. - Bjartur telur nauðsynlegt að koma sér upp
fjárstofni sem fyrst. Hann hlustar ekki á Rósu og
telur að hún sé hjartveik.
9Hjartveikin - þurrkur
- Rósa verður æ máttfarnari og Bjarti þykja
matarvenjur hennar undarlegar, hún fær sér
hafragraut, einnig er hún honum fráhverf. - Rósa reynir að komast að Útirauðsmýri til að
kaupa mjólk en kemst ekki nema að dys Gunnvarar. - Rósa veiðir ál og étur hann í staðinn fyrir úldna
steinbítinn. - Bjartur og Rósa vinna dag og nótt til að bjarga
heyjum. Loks hnígur hún niður og sofnar.
10Skógarför
- Hópur fólks úr sveitinni kemur á sunnudegi í
skemmtiferð upp að Sumarhúsum. Í hópnum er
Ingólfur Arnarson Jónsson. - Rósa felur sig því að henni finnst hún líta svo
illa út. Bjartur dregur hana fram. - Ingólfur veiðir mikið yfir daginn, bæði fugl og
fisk, og kallar Sumarhús matarkistu. - Fólkið söng og var kátt.
11Gangnamenn
- Bjartur ætlar í leitir. Rósa neitar að vera ein
heima og Bjartur nær í gimbrina Gullbrá og skilur
hana eftir hjá henni. - Gangnamenn koma, Rósa verður glöð að hitta föður
sinn. Spjallað er saman yfir kaffi. M.a. er
drepið á Þórarin í Urðarseli og fjölskyldu hans
(kemur síðar við sögu Bjarts). - Fjallkóngurinn dregur fram brjóstbirtu og Einar
fer með skáldskap. Bjartur hefur aðeins áhuga á
rímum. Minnst er á almanakið. Bjartur fer svo
burt með hinum.
12Síðsumarnótt
- Rósa er ein heima með kindinni Gullbrá.
- Veður er mjög slæmt og Rósa verður æ myrkfælnari
og getur ekki sofið. Hún átti eina kind og var
tæplega skrifandi. - Þegar morgnar fyllist Rósa hugrekki.
- Hún hatar Gullbrá, slátrar henni við lækinn með
ljá og gengur frá kjötinu. - Hún eldar sér nú kjötmáltíð. Það var hennar
fyrsti hamingjudagur í hjónabandinu.
13Læknisdómar - Skáldkonan
- Bjartur rekur í kaupstað 20 dilka, þar af fara 12
upp í jarðarskuldina, og nær í meðal handa Rósu.
Hann sér að Rósa lítur nú betur út. - Maddaman á Útirauðsmýri heimsækir Rósu. Hún spyr
hvenær Rósa eigi von á sér, en henni bregður
mikið við. - Maddaman segir Rósu að hún sjálf hafi fengið
hreppsnefndina til að samþykkja að þau Bjartur
mættu kaupa jörðina. - Rósa er mjög fálát við maddömuna.
14Kveðjur
- Bjartur slátrar einni gamalá í búið. Hann leitar
vandlega að Gullbrá, sem finnst ekki. - Bjartur ákveður að fara í 3ja daga leit inn að
Bláfjöllum. Rósa er kvíðin en Bjartur telur engar
líkur á að barn hans fæðist strax. - Hann bannar Rósu að fara á aðra bæi en skilur
tíkina eftir hjá henni. - Þau kveðjast fremur hlýlega, hann kyssir hana og
kallar hana rósina sína, henni vöknar um augu.
15Eftirleit
- Bjartur heldur í átt að Bláfjöllum, liggur í
skúta, en næsta dag stefnir í stórhríð og hann
ætlar sér að finna gangnakofa. - Við Jökulsá á Heiði sér hann þrjú hreindýr og
vill handsama tarfinn. - Hreindýrið steypir sér til sunds í ána með Bjart
á bakinu. - Leikurinn berst niður eftir ánni, sem er mjög
köld.
16Rímnakvæði
- Bjarti tekst að kasta sér af heindýrinu upp á
ísskör við austurbakka fljótsins. Að næsta bæ er
15 stunda gangur, hann fjarlægist Sumarhús. - Bjartur liggur í fönn í mikilli stórhríð, en
kveður rímur sér til hita og kemst við illan leik
til byggða á bæinn Brún, þar er honum vel tekið. - Bjartur hefur miklar áhyggjur af sauðkindum
sínum.
17Heimkoma
- Á fimta degi frá brottför kemur Bjartur heim.
Bærinn er á kafi í fönninni. - Lík Rósu liggur á gólfinu, henni hefur blætt út
eftir fæðingu. Hann þerrar af líkinu blóðið eftir
föngum. - Tíkin yljar nýfæddu barni með lúsugum líkama
sínum. - Ástandið er svo slæmt að Bjartur neyðist til að
leita hjálpar.
18Útirauðsmýri
- Vinnumenn á Útirauðsmýri höfðu bjargað fé Bjarts
þegar veðrið versnaði. Hann er mjög feginn því og
spyr hvernig fénu líði. - Vinnukonur spyrja eftir Rósu en hann verst
fregna. - Í einrúmi talar hann við maddömuna og
hreppstjórann og segir þeim tíðindin. - Bjartur reynir ekki að ræða neitt teljandi um
faðerni barnsins. Hann segist vera lagnari að
tala um lambféð en mannkynið. Hann biður um
aðstoð við að koma lífi í barnið.
19Lífið
- Sama kvöld fer Guðný ráðskona með Bjarti upp í
Sumarhús. - Hún laugar barnið og tekst að lífga það við,
eftir að tíkinni hefur verið fleygt niður
stigann. - Bjartur ákveður að sú litla skuli heita Ásta
Sóllilja.
20Erindagerðir
- Oddviti sveitarinnar bendir Bjarti á að
skynsamlegt sé að bregða búi úr því að hann sé
orðinn kvemannslaus. - Bjartur fer til séra Guðmundar og talar við hann
um greftrun Rósu. - Hjá séra Guðmundi eru þær Finna, á fertugsaldri,
og móðir hennar Hallbera. Bjartur mundi eftir
honum Þórarinum heitnum. Með honum hafði gamla
konan búið í fjeritigi ár. Ákveðið er að þær
fari í Sumarhús.
21Líkmenn
- Líkmenn eru Einar í Undirhlíð, Ólafur í Ystadal,
Þórður í Niðurkotinu og fjallkóngurinn. - Þeir ræða m.a. um aflífun hvolpa og kálfa.
- Þórður vill fara með eitthvað gott yfir líki
dóttur sinnar. - Hann raular 25. passíusálm, sem endar á vísunni
Son guðs ertu með sanni. - Svo er farið með faðirvorið, en Bjartur beygði
sig ekki fyrir órímaðri bæn.
22Moldarágángar - Eftirmæli
- Þeir komu loks með líkið í ófærðinni að
Útirauðsmýri eftir að farið var að rökkva. - Kona hreppstjórans kom ekki í kirkjuna.
- Presturinn hafði hraðann á en flutti þó stutta
ræðu um sauðkindina, sem hefði gert þjóðinni
bölvun frá upphafi. - Þrír bændur sungu Allt eins og blómstrið eina
yfir gröfinni. - Einar í Undirhlíð orti eftirmæli, þrjú erindi.
23Frostsins eldur
- Bjartur heldur heim í Sumarhús daginn eftir
jarðarför Rósu, í miklum vetrarkulda. - Með honum eru þær Finna og Hallbera.
- Nú finnst Bjarti hann vera kominn heim úr
eftirleitinni. Hann var feginn að hafa þó kvatt
Rósu áður en hann fór. - Finna háttar hjá litla barninu. Gamla konan fer
hins vegar með fornhelga bæn, sem átti að bægja
öllu illu frá.
24Sjálfstætt fólk
2525. Vetrarmorgunn I
- Ein 12-13 ár eru liðin síðan 1. hluta sögunnar
lauk. - Á heimilinu eru hjónin Bjartur og Finna, Hallbera
gamla, Ásta Sóllilja (13 ára), Helgi og
Guðmundur, og Nonni (7 ára). Nonni er nú
sögumaður. - Pabbi hans hafði farið niður í sveit með lík
litla barnsins sem síðast dó.
26Vetrarmorgunn II
- Samband Nonna við móður hans er innilegt.
- Ímyndunarafl Nonna er fjörugt. Hann persónugerir
ýmis búsáhöld í huga sér og hlustar á þau tala
saman. Hann skoðar líka kvistina í súðinni. - Ásta Sóllilja og Nonni eru oft þreytt.
- Hann dreymir mat.
2726. Dagur
- Lýst er daglegu lífi í Sumarhúsum.
- Hreppstjórinn kemur í heimsókn og býður Ástu
Sóllilju að koma til náms að Útirauðsmýri. - Kvenfélagið í sveitinni vill að Bjartur kaupi kú.
- Hreppstjórinn er fylgjandi stofnun kaupfélags í
eigu bænda. - Hreppstjórinn gefur Ástu Sóllilju tvær krónur.
2827. Kvöld 28 Bókmentir
- Ásta Sóllilja vill fara að Útirauðsmýri og læra
kristindóm. - Bjartur neitar alveg en ætlar sjálfur að stauta
með henni og leyfa henni að koma með sér í
kaupstað þegar vorar. Ásta Sóllilja grætur. - Bjartur kennir henni að lesa á Jómsvíkinga-rímur
og síðan á Bernótusrímur.
2929. Sækýrin
- Kýr er flutt í Sumarhús í snjónum.
- Bjartur er ekki hrifinn, krefst þess að fá að
borga kúna og reiðir fram peninga. - Allt hitt heimilisfólkið er ánægt með kúna,
einkum þó Finna, sem rís úr rekkju og fer að
sinna henni. - Börnin taka að hressast þegar þau fá mjólk.
3030. Stórmenni
- Hreppstjórinn kemur í heimsókn ásamt Ingólfi og
Auði, börnum sínum. - Hreppstjórinn vil endurgreiða Bjarti kýrverðið
því að kýrin var gjöf frá kvenfélaginu. Bjartur
tekur ekki við fénu. - Ingólfur er á atkvæðaveiðum og vill að Bjartur
styðji sinn flokk, sem m.a. vill stofna
kaupfélög. - Bjartur lætur ekki sannfærast og verður loks
reiður.
3131. Um saung
- Fuglar eru komnir, þeir syngja, kýrin er leyst
út. - Finna og Nonni litli gæta Búkollu saman í
haganum. Þetta eru hamingjudagar, þau mæðginin
ræða margt. - Hún segir honum sögur af huldufólki sem hjálpar
mannfólki sem átti erfitt. - Móðir hans kennir honum að syngja Frændi, þegar
fiðlan þegir ...
3232. Um heiminn I
- Ásta Sóllilja baðar sig í dögginni um vornótt og
fer næsta dag í kjól móður sinnar yfir heiðina
með Bjarti í kaupstað. Hún sér hafið. - Bjartur verslar við Bruna (Túliníus Jensen), þótt
búið sé að stofna kaupfélag. - Þau fara í bókabúð, en Örvar-Odds saga er ekki
til, svo að Bjartur kaupir Mjallhvíti handa
henni. - Þau gista á gistihúsi í Firði. Þar eru ýmsir menn
að drekka og láta ófriðlega.
3332. Um heiminn II
- Bjartur og Ásta Sóllilja sofa í sömu koju.
- Henni er kalt, hún hjúfrar sig að föður sínum.
- Bjartur snertir hana en hvar?
- Bjartur áttar sig og hrindir henni frá sér. Hann
rýkur út. - Ásta Sóllilja fær sektarkennd og grætur. Hún fer
út á eftir honum, í rigninguna. - Þau halda heim en talast varla við.
3433. Kúgun mannanna I
- Hreppstjórinn kemur því til leiðar að Fríða
verður vinnukona hjá Bjarti. - Fríða talar mjög mikið, en slíkt hefur ekki
tíðkast í Sumarhúsum. - Ásta Sóllilja les Mjallhvíti og hrífst mjög af
sögunni. - Mikil vinnuharka er við heyskapinn í Sumarhúsum,
börnin vinna 16 klst. vinnudag.
3533. Kúgun mannanna II
- Ömmunni gengur illa að vekja börnin og reka þau
niður í mýrina að vinna. Fríða kallar Bjart
þrælahaldara. - Smám saman hafa orð Fríðu um kúgun mannanna áhrif
á börnin, einkum Helga. - Þetta er mikið óþurrkasumar. Matseðill í teignum
er hinn sami, saltkeila, rúgbrauð, vatnsgrautur,
blómur. Á eftir svaf Bjartur í fjórar mínútur.
3634. Stórviðburðir
- Nú birtist gestur, sunnanmaður, sem fær að tjalda
í landi Bjarts, vill veiða og á peninga. - Búkolla ber kálfi og heimilisfólkið hrífst af
honum, nema Bjartur. Næstu daga hefur kýrin
kálfinn með sér í hagann. - Bjartur slátrar kálfinum á sunnudegi, en við það
leggst Finna í rúmið. Bjartur færir Bruna
kaupmanni efni í steik. - Svona sker hann ykkur öll, sagði Fríða gamla.
3735. Gesturinn
- Sunnanmaðurinn færir Ástu Sóllilju nýveiddan fisk
og fugl. Hallbera gamla telur að nýmeti valdi
ofsakláða. - Næsta sunnudag eru þau Ásta Sóllilja og Nonni
látin færa sunnanmanni mjólk. Ásta Sóllilja er
mjög feimin. Maðurinn segir að sveitin sé falleg. - Hún fylgist með tjaldinu og sér manninn stefna
niður í sveit seint um kvöld. - Hallbera biður að heilsa systur sinni fyrir
sunnan.
3836. Bygging
- Jón hreppstjóri og Ingólfur hafa stofnað
kaupfélag í Firðinum. Verðstríð hefst, undirboð
tíðkast og kaupfélagið keppir við Bruna. Enginn
talar lengur um skuld. - Bjartur ákveður að byggja nýtt fjárhús. Ásta
Sóllilja hlakkar til að fá nýtt íbúðarhús. - Bjartur kemur upp ærhúsi með járnþaki nú fer
mykjan ekki út um sömu dyr og fólkið. - Kaupfélagið innleiðir prósentur.
3937. Eitt smáblóm
- Um haustið setur Bjartur fé á með djarfara móti.
- Fólkið þrífst óvenju vel þennan vetur.
- Kominn er í sveitina nýr prestur, sr. Theodór.
Bjarti líst ekki á skoðanir hans á fjárbúskap. - Sæst er á að Ásta Sólilja bíði eitt ár og fermist
með Helga. - Bjartur finnur blóðmarkaða kind í haganum.
- Eftir hlýja tíð finnur Nonni útsprunginn fífil í
bæjarvegg. En svo hefst slæmt páskahret.
4038. Stríðið
- Stórhríðin geisar í fimm daga.
- Taðan dugar ekki bæði handa fénu og kúnni.
- Nytin er að detta úr Búkollu. Dropinn úr henni
nægir ekki handa fólkinu, þó að nú sé borðað
einmælt. - Féð er mjög ormaveikt.
- Finna vill að Bjartur fái lánað hey frammi í
sveit, en hann er sjálfstæður og harðneitar. - Finna segir honum að skera sig á undan kúnni.
4139. Dauði á vorin
- Bjartur hefur nú misst 25 ær úr ormaveiki og
vesöld. Kýrin er hætt að standa upp. - Auður á Mýri kemur í heimsókn ásamt fylgdarmanni,
fær að gista. Hún er á leið suður, ófrísk, ætlar
að giftast tjaldgestinum frá sumrinu áður. - Bjartur neyðir Helga til að koma með sér að skera
kúna, gegn mótmælum Finnu, sem ekki lifir af.
42Sjálfstætt fólk
4340. Á bæjarhellunni
- Síðustu bók lauk að vori. Þessi hefst um haustið.
Finna er dáin. - Helgi og Nonni taka tal saman. Helgi segir að sá
dauði standi aldrei upp. Hann veit að mamma
þeirra datt niður daginn sem Búkolla var skorin.
Hann trúir á Kólumkilla en ekki huldufólk. Þeir
vilja ekki hafa Guðmund bróður sinn með í
samræðunum. - Þeir vita að Ásta Sóllilja fékk kápu á engið
þegar mamma þeirra fékk enga kápu.
4441. Rottugángur 42 Vinstri vángi
- Bjartur finnur tvær kindur dauðar. Sú seinni
hafði verið hengd. - Bjartur neitar að trúa á drauga, kallar þetta
rottugáng og fer fram í sveit og fær sér kött. - Bjartur horfir á Ástu Sóllilju þvo sér og snyrta
um kvöld. - Ýmsar hugsanir bærast í hugum þeirra beggja.
- Bjartur fer tvær-þrjár ferðir á nóttu í
fjárhúsið.
4543. Samtal við æðri öfl
- Nóg hey eru. En einn morgun finnur Bjartur tíu ær
ýmist dauðar eða í andarslitrunum. - Nonni segir Bjarti að Helgi sjái stundum
einhverja undarlega veru nærri bænum. - Helgi gefur óljósar skýringar.
- Bjartur veit ekki hverju hann á að trúa.
4644. Að gánga 45. Um sálina
- Sögur af dularfullum atburðum í Sumarhúsum berast
niður í sveitina. - Margir forvitnir gestir koma í Sumarhús.
- Draugurinn kemur skilaboðum til fólks í gegnum
Helga og Nonna. - Kunningjar Bjarts og presturinn þiggja kaffi,
ræða ýmis mál, erfiða tíma og um sálina. - Bjartur rekur alla út og segist hafa gert boð
fyrir réttvísina.
4746. Réttvísi
- Nú endar draugagangurinn. Hreppstjórinn kemur en
sýslumaður kemst ekki vegna veðurs. - Nóg kjöt er til í Sumarhúsum.
- Helgi fer út í hríðina og hverfur.
- Hreppstjórinn talar við Hallberu gömlu um að
réttast væri að leysa þetta heimili upp. Hún
tekur upp hanskann fyrir Nonna litla.
4847. Hægri vángi
- Haldin eru jól í Sumarhúsum.
- Ásta Sóllilja er með sektarkennd út af atburðinum
í kaupstaðarferðinni. Hún tengir hann við dauða
Finnu. - Bjartur virðir fyrir sér vanga Ástu Sóllilju og
tilkynnir henni svo að hann ætli í vinnu niðri í
Firði. - Hún kvíðir því mjög að þau börnin verði ein.
4948. Ó púra oftími 49. Betri tímar
- Nonni og Gvendur tala saman. Nonni álítur að best
sé að taka tóbak til að sætta sig við hlutina. - Þeir stelast í lambatóbakið og verða fárveikir.
- Í Sumarhús kemur gestur, sem Bjartur hefur ráðið
sem kennara barnanna. - Kennarinn talar mjög vel um Ingólf Arnarson.
Bruni (Túliníus Jensen) flutti burt fyrir jól. - Bjartur er farinn að vinna hjá Ingólfi.
- Kennarinn er með námsbækur sem vekja fögnuð og
aðdáun barnanna.
5050. Skáldskapur 51. Guð
- Börnin eru hugfangin af lærdómnum.
- Gvendur er hrifinn af reikningi, Nonni af
landafræði og Ásta Sóllilja af skáldskap. - Veiðimaðurinn við Missisippi er nefndur, hann
vekur athygli hennar. - Kennarinn virðist eitthvað lasinn, er utan við
sig, óglaður og hóstar mikið. - Hann sendir bréf niður í Fjörð og biður Finsen
lækni um meðal við hóstanum.
5152. Óskastundin
- Meðal handa kennaranum kemur og hann tekur gleði
sína á ný. - Um nóttina vakna börnin við að kennarinn er
alsæll og býður þeim að óska sér. - Gvendur óskar þess að fé Bjarts dafni vel.
- Nonni óskar sér annarra landa. Kennarinn skrifar
bréf og segir Nonna að koma því niður í Fjörð með
fyrstu ferð. - Kennarinn slökkti ljósið og tók Ástu Sóllilju.
5253. Hið óumflýjanlega 54. Þegar maður á lífsblóm
- Ástu Sóllilju líður hörmulega, henni fannst sér
hafa verið slátrað. - Kennarinn er mjög lasinn og fullur
samviskubits. Ásta Sóllilja huggar hann. - Bjartur er á leið heim í Sumarhús. Þegar hann kom
niður í Fjörð var Túliníus Jensen farinn á
hausinn og horfinn úr landi með inneign Bjarts. - Bjartur hafði neyðst til að fá sér vinnu hjá
Ingólfi Arnarsyni í kaupfélaginu.
5355. Hörpudagar 56. Stóra systir
- Bjartur er að líta eftir fé á heiðinni þegar hann
kemur auga á illa á sig komið lík unglingspilts. - Hann kastar öðrum vettling sínum til líksins og
fer. - Nonni kemur að Ástu Sóllilju grátandi og reynir
að hugga hana. - Hann skilur ekki af hverju hún er að gráta en
finnur til mikillar samúðar.
5457. Drengurinn og löndin - 58. Rauðsmýrarfrúin
bíður ósigur
- Bjartur fær bréf. Það er frá móðurbróður Nonna í
Ameríku, sem býður honum til sín. - Nonni kveður. Hallbera gefur honum sína dýrustu
eign, m.a. klút. - Rauðsmýrarmaddaman skilar Ástu Sóllilju úr
fermingarfræðslunni. - Ásta Sóllilja er ófrísk, komin fjóra mánuði á
leið. - Bjartur verður fjúkandi reiður.
5559. Það er ég
- Bjartur kemur heim seint um kvöld, er að hugsa um
féð eins og venjulega. - Hann slær Ástu Sóllilju, segir að hún sé ekki af
sinni ætt og skipar henni brott. - Hún fer áleiðis yfir heiðina og ætlar til
mannsins em hún elskar. - Hún heldur ennþá í ýmsa dagdrauma.
- Bjartur kemur að gamalli kind sem hefur eignast
þrílembinga.
56Sjálfstætt fólk
5760. Þegar Ferdinand var skotinn
- Þessi kafli gerist rúmum fjórum árum eftir að
síðustu bók lauk. - Bjartur, Einar í Undirhlíð, Krúsi á Gili, Þórir á
Gilteigi og fjallkóngurinn spjalla, saman um
fyrri heimsstyrjöldina sem nú geisar. - Fjallkóngurinn segir að stríðið rísi ekki út af
hugsjón, og helstu ófriðarlöndin, Frakkland og
Þýskaland séu eiginlega sama landið, ekki einu
sinni fjörður á milli, og líklega búi
meinleysis-grey í báðum löndunum.
5861. Trúmál
- Bjartur eykur bústofninn hægt og sígandi. Hann
fer varlega í fjárfestingum þrátt fyrir góðæri í
landinu vegna stríðs. - Akbraut er lögð úr Firði, framhjá Sumar-húsum og
fram í sveit. - Hallbera gamla tórir og neitar að trúa á
nýjungar. - Kaupfélögin blómgast og bændamenning kemst í
tísku. - Bjartur reisir Gunnvöru bautastein.
5962. Aðgaungumiðar
- Gvendur er orðinn 17 ára.
- Hreppstjórinn á leið um og býður Bjarti að kaupa
af honum Sumarhús á 15 þús. krónur. Bjartur
neitar. - Gvendur fær bréf frá Nonna þar sem Nonni býður
honum til Ameríku. Fargjaldið fylgir. - Gvendur tilkynnir Bjarti að hann ætli til
Ameríku.
6063. Grettir vakir. 64. Samtal um draumalandið
- Gvendur fer. Bjartur biður hann að skila frá sér
vísum til Ástu Sóllilju Grettir vakir föl við
fell ... - Gvendur bíður eftir skipinu niðri á Firði.
- Hann hittir Ástu Sóllilju og Björt dóttur hennar,
sem er rúmlega 5 ára. Þau tala um það afl sem
stjórnar Bjarti. - Ásta Sóllilja segir Gvendi að Ingólfur hafi sagst
vera faðir hennar. Hún vill að hann skili til
Bjarts að hún sé trúlofuð nútímaskáldi.
6165. Amríka 66. Stjórnmál
- Gvendur hittir mjög unga dóttur Ingólfs
Arnarsonar og verður ástfanginn. Þau fara saman á
hestum upp á heiði og hann missir af skipinu. - Ingólfur Arnarson á í pólitískri baráttu við
bankastjórann í Víkinni, sem er tengdasonur
fjallkóngsins. - Bjartur styður Ingólf og afþakkar lán sem
fjallkóngurinn býðst til að útvega honum.
6267. Gæðingurinn.
- Haldinn er þingmálafundur á Útirauðsmýri. Gvendur
mætir í þeirri von að hitta ástina sína, dóttur
Ingólfs Arnarsonar. Hann hittir hana ekki þar. - Gvendur rekst á stúlkuna í bíl skammt frá
Sumarhúsum. Hún vill ekkert með hann hafa. - Ingólfur segist munu senda Bjarti efni til
húsbygginga og útvega honum lán.
6368. Nútímaskáldskapur 69. Þegar maður er ekki
giftur
- Bjartur reisir þriggja hæða hús í Sumarhúsum.
- Bjartur og Gvendur fara í kaupstað.
- Bjartur sendir Gvend með vísur um stríðið til
Ástu Sóllilju. - Bjartur frestar því um sinn að flytja í nýja
húsið, því að bæði vantar hurðir og húsgögn. - Bjartur heldur ráðskonur fyrir sig og Gvend, þ.á
m. Brynhildi, sem er kölluð Brynja.
6470. Vaxtamál
- Afurðir bænda hrapa í verði, enda stríðinu lokið.
- Ingólfur Arnarson verður bankastjóri Þjóðbankans.
- Bjartur fær varla að taka út brýnustu nauðsynjar
hjá nýja kaupfélagsstjóranum í Firði. - Bjartur, Gvendur, Bera og Brynja flytja í nýja
húsið þetta haust, en reykháfurinn virkar ekki.
6571. Tröll á haustin 72 Þá hugsjónir rætast
- Brynja kemur úr kaupstaðnum hlaðin alls kyns
varningi, þ. á m. kaffi og tóbaki. - Bjart dauðlangar í tóbak en tekst að stilla sig.
- Hann skipar Brynju á brott.
- Í nýja húsinu er ótrúlega kalt. Bera gamla flytur
út í fjós. - Bjartur getur ekki lengur borgað af láninu.
- Ingólfur Arnarson er skipaður forsætisráðherra
Íslands.
6673 Hundar, sál o.fl.
- Selja á Sumarhús á uppboði fyrir skuldum.
- Bjartur ákveður að flytja í Urðarsel á
Sandgilsheiði, jörð Hallberu, og ræðir málið við
hana. Hún segir að þar sé fallegt sólarlag. - Hann hittir Þóri í Gilteigi, hann er ekki
gjaldþrota, því að dætur hans fóru ekki að
heiman. Ólafur í Ystadal og Einar í Undirhlíð eru
verr staddir.
67Sjálfstætt fólk
6874. Annarra manna brauð
- Hreppstjórinn kaupir aftur beitarhúsin sín af
Bjarti fyrir það sem á þeim hvílir. Hann efnir í
baðstofu í Urðarseli og kemur í Fjörðinn ásamt
Gvendi. - Gvendur vill að þeir heimsæki Ástu Sóllilju, enda
sé kærastinn hlaupinn frá henni. - Framundan er verkfall, lögregla á leiðinni.
- Verkfallsmenn gefa Bjarti stolið brauð og kaffi.
Hann segir að Gvendur geti orðið eftir hjá þeim
til að berjast.
6975. Rússakeisari fallinn
- Næsta morgun vaknar Bjartur í brakka
verkamannanna og skilur Gvend þar eftir sofandi. - Við götuna hittir hann stúlku sem er eins og Ásta
Sóllilja, þetta er Björt. - Hann fer inn í kofa Ástu Sóllilju, sem er
brjóstveik, og segist taka þær mæðgur og litla
barnið hennar með upp yfir. Hún klæðir sig. - Hann segir að maður eigi aldrei að gefast upp, þó
að allt hafi verið tekið af manni.
7076. Blóð í grasi
- Um kvöldið eru þau í Sumarhúsum hjá ömmunni. Ásta
Sóllilja segist vera risin upp frá dauðum. - Næsta dag er lagt af stað í Urðarsel, í hripum
eru reidd börnin tvö og gamla konan, níræð. - Bjartur veltir um minnismerkinu um Gunnvöru.
- Ásta Sóllilja gengur með, en hnígur niður í
heiðadrögunum og hóstar. Blóð rennur eftir slóð
.... Bjartur tekur hana í fang sér og heldur
áfram.