Title: Sk
1- Skóli án aðgreiningar
- Samskipan í skólamálum
- í hvers þágu
- Guðni Olgeirsson
- Sérfræðingur í skóla- og símenntunardeild
menntamálaráðuneytisins - 15. október 2005
2Í allra þágu !!!!
- Allra nemenda
- Foreldra allra barna
- Kennara og annars starfsfólks
- Skólans í heild
- Sérfræðiþjónustu
- Samfélagsins
- Menntunar
- Lýðræðis
- Einu orði sagt skóli án aðgreiningar í allra þágu
3Sveigjanlegt menntakerfi
- Menntakerfið á að vera sveigjanlegt til að mæta
nýjungum og breyttum kröfum - Höfuðskylda þess er að veita nemendum góða,
alhliða menntun og styrkja einstaklinga í
almennri lífsleikni sem miðar að því að búa þá
undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi
4Skóli fyrir alla- án aðgreiningar
- Leikskólar og grunnskólar eiga að taka við öllum
börnum hvernig sem á stendur um atgervi þeirra
til líkama og sálar, félagslegt og
tilfinningalegt ásigkomulag eða málþroska, fötluð
börn og ófötluð, afburðagreind og greindarskert
og börn af innlendum sem erlendum uppruna - Allir sem lokið hafa grunnskólanámi eða hlotið
jafngilda undirstöðumenntun, skulu eiga kost á að
hefja nám í framhaldsskóla
5Leikskóli
- Leikskólinn er fyrsta skólastigið
- Börn á leikskólaaldri, sem vegna fötlunar,
tilfinningalegra eða félagslegra erfiðleika þurfa
sérstaka aðstoð og þjálfun, eiga rétt á henni
innan leikskólans undir handleiðslu sérfræðinga - Börn sem búa við erfiðar aðstæður, eða eru illa á
vegi stödd að öðru leyti, eru forgangshópur.
Engir sérskólar eru starfandi á leikskólastigi á
Íslandi en nemendur með sérþarfir eru í almennum
leikskólum
6Grunnskóli
- 10 ára skyldunám frá 6-16 ára
- Grunnskólum er skylt að mennta börn á
árangursríkan hátt samkvæmt aðalnámskrá - Grundvallarviðmið er jafnrétti til náms sem er
fólgið í því að bjóða nemendum nám og kennslu við
hæfi og gefa þeim tækifæri til að spreyta sig á
viðfangsefnum að eigin vali - Skólar eiga að byggja sérhvern nemanda upp sem
heilsteyptan einstakling - Um 0,4 nemenda í grunnskólum eru í sérskólum og
0,4 í sérhæfðum sérdeildum við almenna grunnskóla
7Framhaldsskóli
- Fyrir alla sem lokið hafa grunnskólanámi eða
hlotið jafngilda undirstöðumenntun - Engir sérskólar fyrir nemendur með sérþarfir en
framhaldsskólinn á að vera fyrir alla - Sérdeildir við 17 af 29 framhaldsskólum og hefur
fjölgað mikið á undanförnum árum - Framlög vegna sérkennslu hafa vaxið mjög
hratt,190 millj. kr. 2002 en 300 millj. kr. 2004
837. gr. grunnskólalaga
- Í 37. gr. grunnskólalaga segir að börn og
unglingar sem eiga erfitt með nám sökum sértækra
námsörðugleika, tilfinningalegra eða félagslegra
örðugleika og/eða fötlunar eigi ótvíræðan rétt á
sérstökum stuðningi í námi. - Kennslan getur verið einstaklingsbundin eða farið
fram í hópi innan eða utan almennra
bekkjardeilda, í sérdeildum eða í sérskóla
937. og 38. gr. grunnskólalaga
- Meginstefnan skal vera sú að kennsla fari fram í
heimaskóla án aðgreiningar - Telji foreldrar barns eða forráðamenn, kennarar
eða aðrir sérfræðingar að barnið fái ekki notið
kennslu við sitt hæfi í heimaskóla geta
forráðamenn sótt um skólavist fyrir það í
sérskóla - Í grunnskólalögum er ekki talað um sérkennslu
- Skv. 38. gr. skulu sveitarfélög annast rekstur
sérdeilda/sérskóla fyrir nemendur sem ekki geta
notið kennslu við hæfi í almennri bekkjardeild
10Reglugerð um sérkennslu
- Sérkennsla felur í sér verulega breytingu á
námsmarkmiðum, námsefni, námsaðstæðum og/eða
kennsluaðferðum miðað við það sem öðrum nemendum
á sama aldri er boðið upp á - Lágmarksbreyting á reglugerðinni við flutninginn
- Sveitarfélög hafa víða aukið fjármagn til
sérkennslu eftir flutning til sveitarfélaga - Heildarupplýsingar liggja ekki fyrir
11Ágreiningur um skólavistun í heimaskóla eða
sérskóla
- Grunnskólalögin kveða ekki á um úrræði eða
sérstakan úrskurðaraðila ef aðstandendur nemanda
eru ósammála því mati sérfræðinga að barn fái
ekki notið kennslu við sitt hæfi í heimaskóla - Slíkum ágreiningi verður ekki skotið til
menntamálaráðuneytisins þar sem ekki er í
grunnskólalögum heimild fyrir slíku málskoti
12Lykilatriði á sviði sérkennslu- Leiðarvísir fyrir
stefnumótandi aðila
- Öll aðildarlönd Evrópumiðstöðvar fyrir þróun i
sérkennslu, 22 viðurkenna að nám án aðgreiningar
sé afar mikilvæg undirstaða þess að tryggja fólki
með sérþarfir jöfn tækifæri á öllum sviðum (í
námi, starfsmenntun, starfi og félagslífi). Nám
án aðgreiningar krefst þess að menntakerfin séu
sveigjanleg og komi til móts við ólíkar og oft
margþættar þarfir einstakra nemenda. - European Agency for Development in Special Needs
Education - (Evrópumiðstöð fyrir þróun í sérkennslu)
- www.european-agency.org
13Lykilatriði á sviði sérkennslu- Leiðarvísir fyrir
stefnumótandi aðila
- Löggjöf á sviði menntamála ætti hvarvetna að hafa
nám án aðgreiningar að markmiði. Löggjöfin ætti
að hafa aðgerðir í för með sér sem hraða því
þróunarferli að nám án aðgreiningar verði að
veruleika. Fyrst og fremst ætti sami lagaramminn
að ná til alls skyldunáms í skóla. - European Agency for Development in Special Needs
Education (Evrópumiðstöð fyrir þróun í
sérkennslu)
14Lykilatriði á sviði sérkennslu- Leiðarvísir fyrir
stefnumótandi aðila
- Forysta er afar mikilvægur þáttur þegar innleiða
á stefnu. Stjórnvöld og stefnumótandi aðilar
innan sveitarfélaga, skólahverfa eða skóla sem og
skólastjórnendur gegna mikilvægu hlutverki við
að útfæra og innleiða stefnu stjórnvalda í verki.
Framlag þeirra ætti að vera dyggilega stutt
stefnu sem hefur verið ítarlega kynnt og nýtist
þeim í forystuhlutverkinu. - European Agency for Development in Special Needs
Education (Evrópumiðstöð fyrir þróun í
sérkennslu)
15Sveigjanleg úrræði
- Sveigjanleg úrræði til stuðnings námi án
aðgreiningar verða að vera fyrir hendi í öllum
geirum menntakerfisins. Gefa þarf aðlögun nemenda
með sérþarfir jafnmikinn gaum á
framhaldsskólastigi, við umskipti úr skóla og út
í atvinnulífið, í námi að loknu skyldunámi og í
fullorðinsfræðslu, eins og á leik- og
grunnskólastigi. - European Agency for Development in Special Needs
Education (Evrópumiðstöð fyrir þróun í
sérkennslu)
16Aukið aðgengi og fleiri tækifæri
- að allir kennarar séu hvattir til að axla ábyrgð
á öllum nemendum, sama hvaða sérþarfir þeir hafa.
Þetta er mikilvægur liður í því að koma á námi án
aðgreiningar og ætti að vera órofa hluti af
stefnumálum. Afgerandi atriði í þessu samhengi er
að veita kennurum faglega þekkingu og færni til
að takast á við slíka áskorun. - European Agency for Development in Special Needs
Education (Evrópumiðstöð fyrir þróun í
sérkennslu)
17Vaxandi spenna
- Það er vaxandi spenna milli þeirrar kröfu annars
vegar að skólar sýni aukin akademísk afköst og
hins vegar stöðu nemenda með sérþarfir. Þetta er
málefni sem þarfnast athugunar bæði nú og til
framtíðar. Taka þarf fullt tillit til þess
ávinnigns sem námsárangur nemenda með sérþarfir
skilar. - European Agency for Development in Special Needs
Education (Evrópumiðstöð fyrir þróun í
sérkennslu)
18Starfið í kennslustofunni
- Nám án aðgreiningar fer fram í kennslustofum um
alla Evrópu - árangursrík kennsla nemenda með sérþarfir kemur
öllum til góða - kennarar gegna lykilhlutverki við að auka
mikilvæg félagsleg tengsl meðal nemenda - Foreldrar ættu að vera samstarfsaðilar í
námsferlinu, taka þátt í skipulagi, útfærslu,
mati, uppbyggingu og innihaldi námsins, þar á
meðal þróun einstaklingsáætlunar fyrir barnið
19Árangursríkar náms- og kennsluaðferðir
- Samvinna í kennslustörfum
- Samvinna í námi
- Samstarf við lausn vandamála
- Sundurleitir hópar (jafnaldrar, nemendur með
mismunandi námsgetu eru saman í bekk) - Skilvirk kennsla -einstaklingsáætlanir
- Skilvirkt nám byggist á eftirliti, mati,
útreikningum og því að setja markið hátt.
Mikilvægt er að nám allra nemenda byggist á
almennri námskrá. Aðlaga námið að þörfum allra
nemenda. - Heimsavæði
- Öðruvísi námsaðferðir
20Dakarmarkmið 3 Að tryggja að námsþörfum alls
ungs fólks og fullorðinna sé mætt með jöfnu
aðgengi að námi við hæfi og kennslu í lífsleikni
- Ungt fólk með fötlun, þ.e. þroskaheftir/seinfærir,
geðfatlaðir og líkamlega fatlaðir, þ.e.
hreyfihamlaðir og sjónskertir. - Fylgja þarf betur eftir þeim lögum og reglugerðum
sem í gildi eru um aðgengi og aðbúnað. Tryggja
þarf betur aðgengi fyrir alla eftir eðli þarfa.
Auk þess þarf að tryggja aukinn stuðning og
aðgengi að sértækum búnaði sem nauðsynlegur er
hluta hópsins til að hann geti sem best nýtt sér
almenna þjónustu, kennslu og tækjakost skólanna. - (Úr skýrslu Íslands. Menntun fyrir alla. 2002)
21Dakarmarkmið 6 Auka skal gæði menntunar á öllum
sviðum og tryggja að allir nái markverðum og
mælanlegum árangri, einkum á sviði læsi,
stærðfræðiog lífsleikni
- Á næstu árum er brýnast að beina sjónum að innra
starfi skóla á öllum skólastigum, t.d.
starfsháttum, kennsluaðferðum, skólabrag og
inntaki náms með það að markmiði að auka gæði
skólastarfs, bæði á sviði náms ogkennslu og ekki
síður hvað varðar almenna lífsleikni og velferð
nemenda. Skólar ættu að eiga kost á skilvirkari
sérfræðiþjónustu og auka þarf samstarf við ýmsa
aðila sem bjóða íþrótta-, tómstunda- og
æskulýðsstarf. Einnig ber að auka samstarf
heimila og skóla allt frá leikskóla til loka
framhaldsskóla og ber skólum að hafa frumkvæði að
því að bjóða foreldra velkomna til samstarfs. - (Úr skýrslu Íslands. Menntun fyrir alla. 2002)
22Pælt í Písa
- Íslensk ungmenni eru í 10.-14. sæti miðað við
allar OECD-þjóðir. Finnar eru með besta
árangurinn af öllum þátttökuþjóðum en Ísland
næstbesta árangur Norðurlandaþjóða - Íslenskir nemendur eru vel ofan við meðaltal OECD
í stærðfræði og við meðaltal í lestri og
náttúrufræði - Íslenskar stúlkur eru í áttunda sæti. Ísland er
eina landið þar sem stúlkur eru verulega betri en
piltar í stærðfræði við 15 ára aldur - Hvergi er minni munur á niðurstöðum milli
einstakra skóla en á Íslandi
23Pælt í Písa
- Milli 2-3 nemenda á Íslandi tóku ekki þátt í
Písa, sem er lægra hlutfall en á Norðurlöndum - Þjóðir sem hafa heildstæðan grunnskóla standa sig
að jafnaði betur - Þjóðir sem leggja árherslu á skóla án
aðgreiningar standa sig að jafnaði betur - Jákvæður skólabragur og áhersla á aga
- Námsáhugi nemenda
24Andreas Schleicher. Forstöðumaður
Námsmatsstofnunar OECD -PISA
- PISA does not show which policies or practices
cause success, but it does reveal some common
characteristics of students, schools and
education systems that do well. - For example, PISA suggests that success is
associated with a positive learning environment
that is oriented towards results. Students and
schools working in a climate characterised by
high expectations and the readiness to invest
effort, the enjoyment of learning, good
teacher-student relations and high teacher morale
tend to achieve better results.
25Andreas Schleicher. Forstöðumaður
Námsmatsstofnunar OECD -PISA
- Linking PISA results with qualitative evidence on
the characteristics of some of the best
performing countries can also give clues about
educational improvement. - While, traditionally, learners tend to receive
knowledge through standardised curricula, some of
the best performing PISA countries have gone a
long way towards individualising learning
pathways and enabling students to learn together
and from each other. - Furthermore, while many education systems
traditionally seek to select good and poor
learners early on, with good learners being
permitted to continue, many of the most
successful PISA countries provide open and
integrated learning opportunities that meet a
broad range of interests and capacities of
different learners and engage constructively with
a heterogeneous student body.
26Nokkrar mikilvægar stoðir stefnu
- Viðmiðunarreglur SÞ um jöfn tækifæri fyrir
fatlaða. 1993. Sameinuðu þjóðirnar - Salamancayfirlýsingin og rammaáætlun um aðgerðir
vegna nemenda með sérþarfir. 1994. UNESCO - Lúxemborgarstofnskráin. Skóli fyrir alla. 1996.
Framkvæmdastjórn ESB, DGXX11 - Menntun fyrir alla yfirlýsing sett fram á
alþjóðaráðstefnu UNESCO í Dakar árið 2000 - Lykiatriði á sviði sérkennslu. Leiðarvísir fyrir
stefnumótandi aðila. Evrópumiðstöðin fyrir þróun
í sérkennslu. 2003.