Banka - PowerPoint PPT Presentation

About This Presentation
Title:

Banka

Description:

L gin eru fr v kjanleg var andi almenna neytendur Teki flestum eim atri um sem skapa hafa vandam l milli neytenda og banka L ntakendur f ... – PowerPoint PPT presentation

Number of Views:58
Avg rating:3.0/5.0
Slides: 30
Provided by: OLAF153
Category:
Tags: banka | hafa

less

Transcript and Presenter's Notes

Title: Banka


1
Bankaþjónusta, á hvaða kjörum?
  • Sameiginlegt verkefni neytendastofnanna og
    neytendasamtaka á Norðurlöndum, kostað af Norrænu
    ráðherranefndinni
  • Markmið
  • Rannsaka bankaþjónustu með hliðsjón af
    samningsskilmálum
  • Ath. hvort finnast takmarkandi reglur/skilmálar
    sem eru neytendum í óhag en bönkum í hag
  • Að styrkja stöðu neytenda

2
Af hverju rannsókn?
  • Fjármálaþjónusta er í eðli sínu flókin,
    markaðurinn er ógagnsær og margvíður
  • Upplýsingaöflun er dýr og tímafrek
  • Einkennandi er skortur á yfirsýn, mikil óvissa og
    ófyrirsjáanleiki
  • Fjármálasamningar eru bindandi, oft til langs
    tíma og hafa yfirleitt afgerandi áhrif á
    fjárhagsstöðu neytenda
  • Ekki er jafnræði í samningsstöðu milli neytenda
    og banka

3
Hvað er fjallað um?
  • Um þróun á bankamarkaði á Norðurlöndum
  • Samningsskilmálar
  • Um upplýsingaflæði og gagnsæi
  • Um hreyfanleika viðskiptamanna
  • Um samkeppnisstöðuna á bankamarkaði
  • Samningskjör og kostnað við bankaþjónustu
  • Hvernig má bæta stöðu neytenda

4
Grundvallarbreytingar á bankamarkaði
  • Miklar breytingar á seinustu 10-15 árum
  • Úr miðstýringu, magnstýringu og verðstýringu í
    frjálsræði
  • Markaðsöflin stjórna framboði og eftirspurn
  • Grundvallarbreytingar á stöðu neytenda
  • Í miðpunkti Er virk samkeppni á sviði
    bankaþjónustu?
  • Hafa neytendur raunverulega valkosti í
    bankaþjónustu?

5
Neytendalíkanið
  • Markaðsaðstæður og umhverfisþættir
  • Þekking og upplýsingar
  • Skynsamleg (ræð) hegðun neytendagtmarkaðshegðun
  • Hámarka eigin hag, nægjanlegar upplýsingar,
    raunverulegt samkeppnisumhverfigtánægja
  • Óánægjagtuppsögn, viðskiptatryggð, kvartanir

6
Neytendalíkan
Markaðssaðstæður- umhverfisþættir
Viðskipta- maður
Ræð hegðun
Markaðs- hegðun
  • Efnahagslegar forsendur
  • Upplýsingar
  • Gagnsæi
  • Virk samkeppni

Óánægja
Ánægja
Uppsögn
Tryggð
Kvartanir
7
Þróun á bankamarkaði
  • Mikil endurskipulagning og uppstokkun
  • Stórfækkun afgreiðslustaða
  • Mikil fækkun starfsfólks
  • Markmiðið er hagræðing og arðsemi
  • Víðtæk sameining fjármálafyrirtækja
  • Samþjöppun
  • Fjölbreyttari þjónusta
  • Dregið hefur úr hefðbundinni verkaskiptingu
  • Alþjóðavæðing
  • Tæknibylting, hugbúnaðar-og samskiptatækni

8
Endurskipulagning og aukin hagræðing
  • Starfsfólki hefur fækkað verulega milli 1990-99
  • Mest fækkunin í Finnlandi 44
  • Engin fækkun á Íslandi á þessu tímabili
  • Að meðaltali á Norðurlöndum er fækkun starfsfólks
    26
  • Bankastofnunum hefur fækkað um 30 að meðaltali
  • Mikil fækkun afgreiðslustaða
  • Mest í Finnlandi 53
  • Engin fækkun á Íslandi
  • Greinilega mikið svigrúm til hagræðingar Íslandi

9
(No Transcript)
10
(No Transcript)
11
Hvað hefur endurskipulagning og hagræðing skilað?
  • Hagkvæmni hefur aukist
  • Að kostnaður í formi vaxta hefur lækkað
  • Samkeppni hefur leitt til lægra nettóvaxtatekna
  • Nettóvaxtatekjur sem hlutfall af heildareignum
    hefur víðast lækkað verulega
  • Vaxtabilið hefur einnig lækkað
  • Lækkunin er hlutfallslega mest á Íslandi

12
(No Transcript)
13
Vaxtabil 1995-99
14
Skilmálar í bankaþjónustu
  • Að meginefni eru samningsskilmálar svipaðir á
    öllum Norðurlöndum
  • Yfirleitt eru þeir ítarlegir eða allítarlegir
    nema á Íslandi
  • Á Íslandi eru skilmálar stuttir, ná til færri
    atriða, mun ófullkomnari eða alls ekki fyrir
    hendi
  • Lagaramminn hefur breyst mikið nema á Íslandi á
    seinustu árum
  • Upphafspunkturinn er tilskipun ESB um óréttmæta
    viðskiptahætti(1993)
  • Tilskipun ESB myndar lágmarkskröfur

15
Skilmálar í bankaþjónustu, framhald
  • Konsumentverket í Svíþjóð fékk 1996 auknar
    heimildir til eftirlits með skilmálum í
    fjármálaþjónustu
  • Ítarlegar reglur í Finnlandi um samningsskilmála
    (1996)
  • Yfirgripsmikil lög í Noregi (2000) um
    fjármálasamninga
  • Lögin í Noregi eru markmiðssetjandi á sviði
    neytendaverndar í fjármálaþjónustu og hljóta að
    vera til fyrirmyndar annars staðar á Norðurlöndum
  • Lagasetning eins og í Noregi, Svíþjóð og
    Finnlandi hefur verið gerð til að styrkja stöðu
    neytenda og hefur virkað vel

16
Helstu einkenni skilmála
  • Einhliða og ótakmarkaður réttur banka til að
    breyta vöxtum,kostnaðarþáttum og þjónustugjöldum
    á gildandi fjármálasamningum hefur verið víðast
    hvar verulega takmarkaður
  • Aðeins á Íslandi hafa bankar enn ótakmarkaðan og
    einhliða rétt til að breyta samningskjörum,
    vöxtum og þjónustugjöldum
  • Meginreglan er að bankar geta breytt öðrum
    samningsskilmálum en vöxtum og þjónustugjöldum
    einhliða
  • Hin nýju lög í Noregi um fjármálaþjónustu banna
    einhliða breytingarbanka á skilmálum

17
Helstu einkenni skilmála, framh.
  • Í Noregi ber bönkum að ráða fólki frá lántöku ef
    bankar telja efnahagslega stöðu viðkomandi ekki
    leyfa lántöku
  • Í Finnlandi og Noregi ber bönkum að skýra
    lántakendum fyrirfram um innihald lánasamninga
  • Yfirleitt eru ákvæði í skilmálum um að
    viðskiptamaður geti sagt upp viðskiptasamningum
  • Mismunandi er milli landa hvort bankar hafa rétt
    til að mótreikna og færa af innlánsreikningum
    vexti eða annan kostnað vegna annarra viðskipta
    viðkomandi við banka. Þessi réttur er mjög
    takmarkaður skv. lögum í Svíþjóð og Noregi,
    mótreikningsréttur virðist ekki þekkjast í
    Danmörku og Finnlandi en dæmi eru slíka skilmála
    hjá íslenskum bönkum

18
Helstu einkenni skilmála, framh.
  • Yfirleitt eru ákvæði í skilmálum um að
    viðskiptamenn geti sagt upp viðskiptasamningum
  • Skilmálar varðandi ábyrgðamenn eru mjög
    mismunandi milli Norðurlanda
  • Í Finnlandi er ábyrgðarsambandið vel tryggt með
    nýjum lögum (1999) og nokkuð vel tryggt í Noregi
    og Svíþjóð, einnig með lögum.
  • Í Danmörku en þar hefur verið leitast við að
    leysa málið með siðareglum auk þess margir bankar
    þar í landi veita ekki lengur lán gegn
    sjálfskuldarábyrgðum
  • Staða ábyrgðarmanna er formlega mjög veik á
    Íslandi en nýgert samkomulag milli NS og banka
    bætir hér úr. Lagasetningar er þó þörf út frá
    neytendasjónamiðum

19
Helstu einkenni skilmála, framh.
  • Einkenni samningsskilmála á öllum Norðurlöndum er
    að í þeim gætir fyrst og fremst sjónamiða og
    hagsmuna bankanna. Þó er nokkur munur milli
    landa þar sem td. í Finnlandi ríkir meira
    jafnvægi milli neytenda og banka en í Svíðþjóð og
    Danmörku.
  • Sérstöðu hefur Noregur vegna nýsettra laga um
    fjármálasamninga og Ísland þar sem
    samningsskilmálar eru í mun ófullkomnri en
    annarsstaðar

20
Norsku lögin (2000)
  • Einhliða réttur banka til að breyta skilmálum er
    mjög takmarkaður.
  • Lögin eru ófrávíkjanleg varðandi almenna
    neytendur
  • Tekið á flestum þeim atriðum sem skapað hafa
    vandamál milli neytenda og banka
  • Lántakendur fá fyrirfram upplýsingar um alla
    þætti skilmála áður en lánasamnigur er gerður
  • Mótreikningsréttur banka er ekki leyfður
  • Bönkum ber að ráða eintaklingur frá ávyrgðum ef
    um verulega áhættu er að ræða á vanskilum
  • Aðeins má nota einfaldar ábyrgðir
  • Þjónustugjöld verða að vera í samræmi við
    sannanlegan kostnað

21
Samanburður á skilmálum
  • Einhliða réttur banka til að breyta vöxtum og
    kostnaðarliðum er verulega takmarkaður á öllum
    Norðurlöndum nema Íslandi
  • Meginreglan er að bankar áskilja sér einhliða
    rétt til að breyta samningsskilmálum öðrum en
    vöxtum og þjónustugjaldi, norsku lögin um
    fjármálasamninga takmarka þó þennan rétt
  • Í Finnlandi og Noregi ber að kynna væntanlegum
    lántakendum innihald samnings áður en til
    undirskriftar kemur
  • Yfirleitt eru skilmálar sem heimila
    viðskiptamanni að segja upp viðskiptum og
    samningum
  • Skilyrði fyrir uppsögn banka á viðskiptasamningi
    eru í flestum Norðurlandanna skýrt skilgreind, þó
    vantar nákvæma skilgreiningu á Íslandi

22
Hvernig má bæta stöðuna
  • Nauðsynlegt virðist að lögfest verði heimild til
    fjármálaeftirlitsstofnanna að setja fram bindandi
    leiðbeiningar um form og innihald
    samningsskilmála
  • Og ekki megi taka í notkun skilmála fyrr en
    eftirlitsstofnun hefur yfirfarið þá
  • Með þessu væri tryggt að eðlilegt jafnvægi verði
    komið á í skilmálum, jafnræði milli neytenda og
    banka verði tryggt og gætt sé eðlilegra og
    sanngjarnra neytendasjónamiða
  • Í leiðbeiningum um samningsskilmála þarf að koma
    fram
  • Að samningar verða að vera skriflegir
  • Að einhliða réttur banka til að breyta kjörum og
    skilmálum verði takamarkaður

23
Hvernig má bæta stöðuna, framhald
  • Ekki verði hægt að breyta uppgefnum vöxtum á
    skuldabréfum einhliða
  • Að bönkum verði gert skylt að ráða þeim aðilum
    frá að taka lán sem sýnilega geta ekki staðið í
    skilum
  • Að sjálfskuldaábyrgðir verði mjög takmarkaðar og
    ekki verði heimilt að veita lán gegn ábyrgð þegar
    vitað er að ábyrgðarmaður mun ekki geta staðið
    við skuldbindingar sína
  • Að viðskiptamönnum verði gerð grein fyrir
    innihaldi samnings áður en samningur er
    undirritaður
  • Að settar verði reglur um innheimtur vegna
    vanskila
  • Að vanskil verði nánar skilgreind
  • Að tilgreint sé í skilmálum hvaða úrlausnarleiðir
    standa til boða í deilum milli viðskiptamanns og
    banka

24
Upplýsingar og gagnsæi
  • Upplýsingar og gagnsæi eru forsenda fyrir
    skynsamlegri hegðun neytenda
  • Stórbæta þarf upplýsingamiðlun og gera þarf kröfu
    um gagnsæi og samanburðarhæfni
  • Víðast á Norðurlöndum birta neytendastofnanir,
    fjölmiðlar og bankar upplýsingar um skilmála og
    kjör í einhverju mæli
  • Hvergi á Norðurlöndum er gerð krafa um gagnsæi í
    samningum, helst þó í lögum um fjármálasamninga í
    Noregi og í reglum um samningsskilmála í
    Finnlandi

25
Samkeppni í bankaviðskiptum
  • Samkeppnisstaðan einkennist af fáum og
    tiltölulega stórum bönkum
  • Þrír stærstu í hverju landi eru með 60-90
    markaðshlutdeild, nema í Noregi 45
  • Þessir bankar hafa markaðsráðandi stöðu
  • Víða einkenni um fákeppni
  • En litlar bankastofnanir eru margar-sókndjarfar
    og markaðssæknar-ýtir undir samkeppni
  • Merki eru um vaxandi samkeppni

26
Samkeppni í bankaviðskiptum, framh.
  • Sterk gagnvirkni er milli stærðarhagkvæmni,
    lækkunar á kostnaði og samkeppni
  • Nauðsyn að nýta kosti stærðarhagkvæmni til
    hagræðingar í rekstri
  • Og þannig betri kjara fyrir neytendur og aukinnar
    arðsemi
  • Þetta gerir miklar kröfur til samkeppnisyfirvalda
  • Alþjóðavæðing gerir kröfur um stærri
    rekstrareiningar

27
Er samræmi milli þjónustugjalda og innlánsvaxta
  • Langflestir neytendur eru með launareikninga í
    bönkum, er samræmi milli þeirra vaxta þeir fá og
    þess kostnaðar sem þeir greiða fyrir veitta
    þjónustu?
  • Í flestum tilfellum er hægt að velja
    innlánsreikninga sem skila því sem næst
    raunvöxtum
  • Stefna norrænna banka virðist vera að verðleggja
    þjónustu í samræmi við kostnað
  • Bankar virðast hafa farið varlega í að hækka
    þjónustugjöld
  • Þegar vextir eru metnir saman við kostnað vegna
    launareikninga þá virðist vera sæmilegt jafnvægi
    þar á milli

28
Samanburður á kostnaði við bankaþjónustu mv.
árslok 1998
  • Bankaþjónusta virðist vera ódýrust í Finnlandi að
    jafnaði um helmingur þess sem sambærileg þjónusta
    kostar á öðrum Norðurlöndum (m.v. mismun inn-og
    útlánsvaxta)
  • Dýrast í Noregi en næst dýrast á Íslandi, en ekki
    mikill munur á Íslandi og Danmörku
  • Innlánsvextir eru voru einnig hæstir í Noregi og
    síðan á Íslandi
  • Verðbólgustig eða stýrivextir seðlabanka skýra
    ekki þann mun sem er á kostnaði við bankaþjónustu
  • Skýringin hlýtur því að liggja í mismunandi dýru
    bankakerfi

29
Niðurstöður
  • Nauðsynlegt er að styrkja stöðu neytenda gagnvart
    bönkunum
  • Með heimild til eftirlitsstofnanna að yfirfara
    alla samninga
  • Að tryggja sanngirni í samningsskilmálum
  • Að tryggja grundavallar neytendavernd
  • Að tryggja jafnstöðu milli viðskiptamanna og
    banka
  • Að athuga hvort nauðsynlegt sé að setja
    heildarlöggjöf um fjármálaþjónustu eins og í
    Noregi
  • Að tryggja samkeppni og auka, koma í veg fyrir
    markaðsbresti
  • Bæta upplýsingastreymið milli neytenda og banka
  • Auka á hreyfanleika neytenda milli banka
  • Tryggja virka lausn í deilumálum
Write a Comment
User Comments (0)
About PowerShow.com