Bekkjarstj - PowerPoint PPT Presentation

About This Presentation
Title:

Bekkjarstj

Description:

Bekkjarstj rnun Besta r i til a m ta heg unarvandkv um er a koma veg fyrir a au eigi s r sta – PowerPoint PPT presentation

Number of Views:48
Avg rating:3.0/5.0
Slides: 63
Provided by: Eygl
Category:

less

Transcript and Presenter's Notes

Title: Bekkjarstj


1
Bekkjarstjórnun
  • Besta ráðið til að mæta hegðunarvandkvæðum er að
    koma í veg fyrir að þau eigi sér stað

2
Bekkjarstjórnun má skilgreina sem
  • a) undirbúning og áætlanir (fyrirfram skipulag)
    kennarans um vinnu bekkjarins / nemendahópsins,
  • b) athafnir kennarans í kennslustundinni og
    viðbrögð hans við aðstæðum sem þar koma upp,
  • c) íhugun og mat á því sem gerist í
    kennslustundinni bæði jafnóðum og eftirá
    (reflection in action reflection on action).

3
Framhald skilgreiningarinnar
  • Framangreindir þrír þættir ráða framvindu
    kennslustundarinnar, virkni og hegðun nemenda og
    miða að því að í hverri kennslustund geti allir
    nemendur
  • unnið ótruflaðir, ásamt kennaranum, að
    viðfangsefnum kennslustundarinnar,
  • tekið virkan þátt í viðfangsefnunum,
  • náð árangri í þeim.

Rúnar Sigþórsson o.fl. (1999) Jón Baldvin
Hannesson o.fl. (2002)
4
Er góð bekkjarstjórnun ....
  • Náðargáfa (að vera fæddur kennari)?
  • eða tækni sem má læra?

5
Stóru spurningarnar ...
  • Við hvaða aðstæður læra nemendur vel og hegða sér
    vel?
  • Nemendur læra vel og hegða sér vel þegar ...

6
  • Þeir eru virtir að verðleikum
  • Þeir finna til eignarhalds á náminu
  • Þeir eru hvattir til að skipuleggja og meta nám
    sitt
  • Þeir fá að gera og snerta
  • Þeir upplifa öryggi og hvatningu
  • Námið felur í sér tilfinningar ekki síður en
    þekkingaröflun
  • Þeir fá tækifæri til samskipta við aðra nemendur
  • Mismunur þeirra er virtur og viðurkenndur
  • Væntingar til þeirra eru miklar en þó raunsæjar

7
Stóru spurningarnar ...
  • Hvernig sköpum við þessar aðstæður í skóla?
  • Við getum skapað nemendum skilyrði til að læra og
    hegða sér vel með því að ...

8
Skólinn og bekkjarstjórnun heildarstefna skóla
um bekkjarstjórnun og félagslega mótun
  • Það eina sem skilar varanlegum árangri er aðferð
    bóndans Að undirbúa jarðveginn, sá, hlúa að,
    vökva, bera á og stuðla þannig að hægfara en
    stöðugum þroska. Það eru engar skyndilausnir til
    Stephen Covey

9
Stefna skóla
  • Mikilvægt er að hver skóli móti heildarstefnu um
    bekkjarstjórnun, hegðun nemenda og vinnubrögð
    kennara og viðmið sem segja til um hvort farið
    hafi verið eftir stefnunni.
  • Að markmið séu skýr og samræmi sé milli þeirra og
    framkomu allra starfsmanna.
  • Stefnan stuðlar að samræmingu og er bakhjarl og
    stuðningur kennara í starfi.
  • Framkoma segir meira um gildismat okkar en það
    sem við segjum.

10
Tilgangur heildarstefnu
  • Að skapa jákvætt, en um leið agað, andrúmsloft
    þar sem áhersla er lögð á að skapa nemendum jafnt
    sem starfsmönnum
  • góð uppeldisskilyrði og kjöraðstæður til náms og
    kennslu,
  • aðstæður sem er öruggar, auðskiljanlegar og
    sanngjarnar og réttindi sem skyldur fara ekki
    milli mála,
  • aðstæður sem styrkja sjálfsmynd nemenda ásamt því
    að hvetja til sjálfsaga og ábyrgðar á eigin
    hegðun.

11
Heildarstefna skóla I
  • Setur stefnumið um uppeldi / ögun, tengd sýn.
  • Tengist öðrum þáttum í stefnu skólans, s.s. um
    sérkennslu, einelti, jafnrétti o.s.frv.
  • Setur reglur um helstu/mikilvægustu þætti í
    skólalífinu.
  • Lýsir réttindum og skyldum allra í
    skólasamfélaginu.
  • Skilgreinir æskilega hegðun og skýrir væntingar
    til nemenda og starfsmanna.
  • Lýsir því hvernig skólinn stuðlar að góðri hegðun.

12
Heildarstefna skóla II
  • Flokkar óæskilega hegðun eftir alvarleika og
    tiltekur samsvarandi viðbrögð.
  • Lýsir því hvernig nemendum er gert mögulegt að
    hafa áhrif á nám sitt og umhverfi.
  • Setur stefnu um kennsluaðferðir sem stuðla að
    virku námi, styðjandi samskiptum og góðri hegðun.
  • Stuðlar að samræmi í kröfum og viðbrögðum
  • Stefna Menntaskólans við Sund Stefna FV
  • Stefna Hvassaleitisskóla Stefna
    Austurbæjarskóla

Ein af forsendum fyrir góðri hegðun og ástundun
nemenda er gott fordæmi kennara samræmi og
samkvæmni í viðbrögðum og kröfum, samskipti byggð
á sanngirni, virðingu og umhyggju og samkomulag
um réttindi og skyldur bæði kennara og nemenda.
13
Uppeldi til ábyrgðar (Restitution - Self
Discipline)
  • Uppbyggingarstefna í skólastarfi er hugmyndakerfi
    sem í felst bæði aðferð og stefnumörkun skóla til
    bættra samskipta. Höfundur stefnunnar er Diane
    Chelsom Gossen frá Saskatoon í Kanada.
  • Vefur Álftanesskóla um stefnuna

14
  • Uppbygging miðar að því að finna leiðir til
    lausna á ágreiningsmálum, skoða hvernig við
    viljum vera, hver hlutverk okkar eru og hvaða
    þarfir liggja að baki hegðun okkar. Ef vel tekst
    til skapast aðstæður fyrir einstaklinginn til að
    leiðrétta og bæta fyrir mistök sín, gera betur og
    snúa síðan aftur til hópsins með aukið
    sjálfstraust.
  • Uppbygging leggur áherslu á samskipti fremur en
    reglur, ábyrgð fremur en blinda hlýðni og
    virðingu fremur en ytri umbun.
  • Uppbygging eflir hæfileikann til sjálfstjórnar og
    hvernig brugðist er rétt við aðstæðum. Nemendum
    er kennt að taka ábyrgð á eigin orðum og gerðum.
    Markmiðið er að lifa við öryggi.

15
SMT-skólafærni
  • útfærsla á bandarísku aðferðinni Positive
    Behavior Support/PBS og er SMT hliðstæð aðferð og
    PMT foreldrafærni (Parent management training).

16
Markmið SMT
  • Markmið SMT- skólafærni er að skapa gott
    andrúmsloft í skólum og tryggja öryggi og velferð
    nemenda og starfsfólks. Aðferðin leggur áherslu á
    leiðir til að koma í veg fyrir og draga úr
    hegðunarvanda með því að kenna og þjálfa
    félagsfærni, umbuna fyrir æskilega hegðun og
    samræma viðbrögð starfsfólks gagnvart nemendum
    sem sýna óæskilega hegðun. Nemendur sem hafa góða
    félagsfærni sýna síður óæskilega hegðun, eiga
    auðveldara með að eignast vini og leysa
    farsællega úr vandamálum og ágreiningsefnum.
    Þessi nálgun byggir á margra ára rannsóknum
    sérfræðinga, í Oregon í Bandaríkjunum, og er
    framkvæmd í samráði við þá.

17
Hvað er agi?
  • Stjórnun sem miðar að því að ná fram tiltekinni
    hegðun.
  • Viðbrögð við hegðun sem ekki er viðurkennd.
  • Það að styrkja tilteknar umgengnis
    /-bekkjarreglur sem hafa að markmiði að útrýma
    truflun og skapa góðar aðstæður til náms.
  • Að hjálpa nemendum að sjá tilgang þess að hegða
    sér á tiltekinn hátt.

Sjálfsagi er það vald sem einstaklingurinn hefur
yfir sjálfum sér, ábyrgðartilfinning hans,
meðvitund um rétt og rangt, staðfesta hans til
að framfylgja því sem hann telur rétt og hafna
því sem hann telur rangt
18
Einkenni agaðra skóla
  • Almenn skuldbinding starfsmanna við að stuðla
    góðri hegðun nemenda og líta á hana sem
    grundvallarforsendu náms
  • samræmd áhersla á að nám sé mikilvægt og aðstæður
    sem hindra það séu ekki liðnar.
  • Miklar jákvæðar væntingar um hegðun sem er
    stöðugt miðlað til nemenda.
  • Reglur um hegðun og viðbrögð við brotum á þeim
    sem
  • nemendur hafa tekið þátt í að móta,
  • eru skýrar og afdráttarlausar,
  • eru öllum ljósar og byggðar á sameiginlegum
    skilningi nemenda og starfsmanna (Cotton).

19
Einkenni agaðra skóla (frh.)
  • Hlýlegt andrúmsloft sem einkennist af umhyggju
    fyrir nemendum sem einstaklingum.
  • Sýnilegur og aðgengilegur skólastjóri.
  • MBWA
  • Ábyrgð kennara á agamálum í bekknum,
  • en skýr viðmið um hvenær / hvers konar málum er
    vísað áfram og skýrar boðleiðir um hvernig það er
    gert.
  • Sterk tengsl við umhverfi þ.m.t. foreldra.

20
Refsing er ekki í fyrsta sæti
  • Rannsóknir á öguðum skólum hafa sýnt að
    eftirfarandi þættir draga frekar úr
    hegðunarvandamálum en refsingar
  • nemendanvænt umhverfi,
  • samvinna nemenda og kennara við að leysa
    verkefni,
  • sjálfsmat nemenda og
  • eignarhald nemenda á náminu (Short, 1988, hér
    tekið eftir Cotton).

21
Grein Cotton
  • http//www.nwrel.org/scpd/sirs/5/cu9.html
  • Duke (1989) ...what is known about the
    organization of orderly schools is that they are
    characterized by commitment to appropriate
    student behavior and clear behavior expectations
    for students. Rules, sanctions, and procedures
    are discussed, debated, and frequently formalized
    into school discipline and classroom management
    plans. To balance this emphasis on formal
    procedure, the climate in these organizations
    conveys concern for students as individuals. This
    concern manifests itself in a variety of ways,
    including efforts to involve students in school
    decision-making, school goals that recognize
    multiple forms of student achievement, and
    de-emphasis on homogeneous grouping (p. 47).

22
Grein Cotton
  • Short (1988) Research on well-disciplined
    schools indicates that a student-centered
    environment, incorporating teacher-student
    problem solving activities, as well as activities
    to promote student self-esteem and belongingness
    is more effective in reducing behavior problems
    than punishment (p. 3).
  • Wayson and Lasley (1984). In well disciplined
    schools ... rather than rely on power and
    enforce punitive models of behavior control,
    staff share decision making power widely and so
    maintain a school climate in which everyone wants
    to achieve self-discipline (p. 421).

23
Kennarinn og bekkjarstjórnun
  • Kennarinn er haldreipi skólastarfsins. Hann er
    ekki fyrst og fremst fræðari og heyrari, heldur
    verkstjóri, ráðgjafi og leiðsögumaður tengsl
    nemenda og kennara eru líftaug uppeldisstarfsins
    - af þeim tekur daglegt skólastarf svip og
    einkenni.
  • (Jónas Pálsson 1978 Borgaraskóli Alþýðuskóli)

24
Viðmið um framsögn og framsetningu
Eggen og Kauchak (2001)
  • Stendur eðlilega
  • Nær og heldur eðlilegu augnsambandi
  • Notar bendingar / hreyfingar til áherslu
    (gesture) markvisst
  • Notar skýrt málfar
  • Heldur eðlilegum raddstyrk
  • Talar á eðlilegum hraða
  • Skipuleggur umræðuefnin vel
  • Heldur athygli áheyrenda

Sjá einnig Fas, framkoma og verklag kennara í
Litrófi kennsluaðferðanna
25
Kennarar
  • Stjórnunaraðferðir árangursríks kennara líkjast
    mjög uppeldisháttum leiðandi foreldra. Þeir hafa
    miklar væntingar til nemenda sinna en eru
    samtímis hlýir og styðjandi, eru sjálfum sér
    samkvæmir og sína virðingu (Doyle 1086 Eggen
    o.fl. 2001 Kristín Aðalsteinsdóttir 2002).

26
Einkenni góðra kennara
  • Þeir eru rólegir og tala lágt
  • Þeir eru eftirtektarsamir
  • Þeir eru hlýir í viðmóti
  • Þeir sýna tilfinningar sínar
  • Þeir beita virkri hlustun á nemendur sína
  • Þeir taka tillit til mismunandi námsþarfa
  • Þeir skapa áreynslulausan aga með samræðum
  • Þeir virkja nemendur í náminu (Kristín
    Aðalsteinsdóttir 2002)

27
Rannsókn K.A.
  • Í bekkjum þessara kennara var góður agi aginn
    virtist búa innra með nemendum en í flestum
    viðtölunum við þessa kennara kom fram að
    agastjórnun fer fram með samræðum við nemendur

28
Að bregðast við og fyrirbyggja
Að fyrirbyggja vanda
Að bregðast við vanda
29
Skilgreining Jacobs Kounins (1970)
  • Rannsókn Kounins náði frá leikskóla til háskóla
    byggði á athugunum í miklum fjölda kennslustofa
    /-stunda.
  • Skilgreinin Kounins á góðum bekkjarstjórnendum
  • Gott almennt skipulag.
  • Óæskileg hegðun nemenda (student misbehaviour) í
    lágmarki.
  • Góð nýting tíma (high levels of time on task).

Það sem skilur að góða og slaka
bekkjarstjórnendur er ekki endilega það hvernig
brugðist er við vandamálum sem tengjast
framangreindum þáttum heldur fyrst og fremst það
hvernig tekst að fyrirbyggja vandamál.
30
Að fyrirbyggja vandamál (frh)
  • Withitness
  • Að gera nemendum stöðugt ljóst með látbragði sínu
    að hann fylgist með og hafi gát á því sem fram
    fer í kennslustofunni.
  • Overlapping
  • Að sinna mismunandi atvikum samtímis.
  • Smoothness and momentum
  • Hreyfanleiki og röskleg en áreynslulaus
    framvinda.
  • Group alerting
  • Reyna stöðugt að virkja alla og draga þá óvirku
    með í viðfangsefni hópa.
  • Stimulating seatwork
  • Viðfangsefni sem eru fjölbreytt og ögrandi
    (Cotton 1990 og Brophy og Good 2003).

31
Nýrri rannsóknir styðja það sama
  • Miklar væntingar til nemenda sem nemendum eru
    gerðar ljósar.
  • Skýrar vinnu- og umgengnisreglur sem nemendum eru
    kenndar.
  • Skýr ákvæði um afleiðingar óæskilegrar hegðunar.
  • Framfylgja bekkjarreglum samstundis (promptly),
    af samkvæmni (consistently) og sanngirni
    (equitably).
  • Gera nemendur samábyrga fyrir bekkjarstjórnun
    (empowerment og forysta nemenda).

32
Nýrri rannsóknir (frh.)
  • Röskleg framvinda kennstunda, viðfangsefni sem
    virkja nemendur og áreynslulaus skipting milli
    viðfangsefna.
  • Skýr fyrirmæli
  • Virkja nemendur í áhugaverðum viðfangsefnum sem
    vinna með hugsun, merkingu, tilfinningar og
    sköpun. Verkefni við hæfi.
  • Stöðug vöktun (monitoring) þess sem fram fer og
    endurgjöf til nemenda líka jákvæð!
  • Rannsóknir benda til að samvinnunám sé öflug leið
    til koma á skilvirkri bekkjarstjórnun og
    samskiptum.
  • Góð bekkjarstjórnun og fyrirbyggjandi
    starfshættir kennarans þurfa að vera til staðar
    frá fyrsta degi.
  • Húmor er mikilvægur! (Cotton 1990 og Brophy og
    Good 2003)

33
Frá kennaranema í vettvangsnámi
  • Við höfum einnig setið í tímum hjá kennara 4.
    bekkjar og þar hef ég einna helst tekið eftir því
    hve mikilvægt er að kynna vel fyrir nemendum hvað
    eigi að gera í hverjum tíma og hve skipulag
    kennara er mikilvægt. Þessi kennari hefur kynnt
    efnið illa og mætt að því er virðist frekar illa
    skipulögð og það bitnar á kennslunni og nemendur
    eru órólegir vegna þess að þeir vita ekki hvað
    ætlast er til af þeim.

34
  • Skipulagi kennarans má skipta í flokka
  • Bæði þarf að undirbúa skólastarfið í heild sinni
    og svo einstakar kennslustundir.

35
Undirbúningur skólastarfsins
  • Kynna sér skólaumhverfið (stefnu, sýn , reglur,
    o.s.frv.)
  • Skoða og ákveða námsefni og önnur kennslugögn
    (viðbótarefni... landakort, spil, ýmis tæki og
    tól)
  • Gera námsefnið klárt í hendur nemenda
  • gilda t.d. sérstakar reglur um bókaúthlutun í
    skólanum?
  • Ákveða og skilgreina umgengnisreglur um hina
    ýmsu hluti (hvenær má ydda..fara á klósett
    .o.s.frv).
  • Útbúa allskonar nemendalista (yfir hópaskiptingu
    o.fl)
  • Hvað með afmæli og afmælisboð (yngri nemendur)?
  • hefur skólinn sérstakar reglur um það?
  • Skipulagning kennslustofunnar og niðurröðun í
    sæti
  • Búa til áætlanir (annaráætlun, vikuáætlun,
    dagsáætlun)

36
Undirbúningur framh.
  • Hvernig verður heimavinnu háttað?
  • Viðfangsefni Neyðarpakki ? (back-up)
  • Efni fyrir forfallakennara
  • Bekkjarreglur
  • Hvernig á að taka á agabrotum sem upp koma?

37
Skipulag kennslustunda þetta segja fræðingarnir
  • Ralph W. Tyler (1949) Basic Principles og
    Curriculum and Instruction
  • skilgreining markmiða
  • hvaða viðfangsefni nemenda leiða til markmiðsins
  • hvernig má haga þessum viðfangsefnum svo að þau
    verði sem skilvirkust
  • hvernig verður úr því skorið að markmiðinu hafi
    verið náð (námsmat)

38
Skipulagning kennslustundar
  • Skipuleggja þarf framvindu hverrar kennslustundar
    fyrir sig.
  • Hvert er markmið kennslustundarinnar?
  • Efni og inntak
  • Hvaða kennsluhætti á að nota? Eiga að vera
    fyrirlestrar, hópvinna, umræður o.s.frv.?
  • Þrjár gerðir hópa
  • Samvinnunámshópar
  • Getuskiptir hópar
  • Jafningjahópar (jafningjahjálp) (Peer tutoring)
  • Mat á framvindu og árangri

39
Upphaf kennslustundar
  • Ná athygli nemenda
  • gott að nota merkjamál
  • ekki byrja fyrr en allir hafa þagnað og eru að
    fylgjast með
  • rifja upp lærdóm síðustu kennslustundar
  • Vekja áhuga kveikjur (starter, opener) Sjá
    Litróf kennsluaðferðanna e. Ingvar Sigurgeirsson
    , Æskan 1999
  • Gefa skýr og hnitmiðuð fyrirmæli um vinnuna,
    útskýra hvert þrep í réttri röð, og vera viss um
    að nemendur hafi skilið fyrirmælin

40
Miðbik kennslustundar rennslið
  • Skipuleggja stofuna þannig að auðvelt sé að
    ferðast um
  • Hafa fjölbreytt viðfangsefni og fjölbreytta
    framsetningu á kennslunni
  • Hafa fyrirmæli(verkáætlun) kennslustundar sýnileg
    í stofunni
  • Allt efni sem nota á í kennslustundinni sé
    tilbúið
  • gefa skýr og sundurliðuð fyrirmæli og tryggja að
    vinna hefjist ekki fyrr en fyrirmæli eru ljós

41
Miðbik kennslustundar framhald
  • Skipta viðfangsefnum upp í minni einingar
  • Vera hreyfanleg/ur um stofuna og fylgjast með
    hvort nemendur ráða við viðfangsefnið eða hvort
    það er of létt
  • Passa að stoppa ekki flæðið með því að vaða úr
    einu í annað (Jerkiness)
  • Dvelja ekki of lengi við útskýringar eða festast
    í smáatriðum (overdwelling)
  • Gott að taka kennsluna sína upp á myndband

42
Lok kennslustundar
  • Passa að enda kennslustundina áður en bjallan
    hringir
  • Enda formlega og ætla til þess tíma
  • samantekt á helstu atriðum,
  • ábendingar um hvað tekur við í framhaldinu
  • ábendingar um heimaverkefni

43
Verkefnavinna í tímum
  • Til að þjálfa það sem kennt hefur verið, ekki til
    að læra eitthvað nýtt
  • Skýr fyrirmæli gott að taka dæmi til
    útskýringar á töflu
  • Má ræða saman og hjálpast að?
  • Ganga á milli nemenda og fylgjast með vinnu
    þeirra
  • Hvernig biðja nemendur um aðstoð?
  • Hvaða reglur gilda um stofuráp?
  • Hvað eiga nemendur að gera er þeir hafa lokið
    vinnu sinni?
  • Skipuleggja sætaskipan þannig að það auðveldi
    kennaranum yfirsýn

44
Virkni og sjálfstæði nemenda
  • Virkt nám vísar til allra viðfangefna þar sem
    nemendum er gefið töluvert vald yfir
    skipulagningu og framkvæmd vinnu sinnar og
    stjórna og stýra að verulegu leyti eigin
    námsferli. Oftast felast viðfangsefni nemenda í
    lausnarleit og rannsóknartengdum verkefnum, sem
    annað hvort eru byggð á einstaklingsverkefnum eða
    sem samvinna hópa eða para (Chris Kyriacou)

45
Námskrá við hæfi nemenda
  • Námsaðlögun felur í sér að laga kennslu og
    viðfangsefni að ólíkum eiginleikum og þörfum
    nemenda með það fyrir augum að þarfir allra séu
    uppfylltar og allir nemendur geti náð árangri.
  • Aðlögun getur m.a. tekið til markmiða,
    framsetningar kennara, námsgagna, vinnubragða,
    vinnuskila nemenda, námsmats.
  • Mismunandi þarfir m.a. námsgeta, mismunandi færni
    (t.d. við lestur), áhugi, námshættir og greindir.
  • Draga úr kröfum vs. skapa ólíkum nemendum
    möguleika.

46
Fjölbreytt og hvetjandi námsumhverfi
  • Nær til allra þátta sem varða skipulag, umgengni,
    innra skipulag og útlit í kennslustofu.
  • Uppröðun verður að taka mið af þeim starfsháttum
    sem eiga að ríkja.
  • Einstaklingsnámi og samvinnu hentar ólík uppröðun
  • What to look for in classrooms
    http//www.alfiekohn.org/teaching/wtlfiacchart.htm

47
Bekkjarstjórnun og samskipti við nemendur
  • They may forget what you said, but they will
    never forget how you made them feel
  • (Carl W. Buechner)

48
Jákvæður bekkjarandi forsenda náms
  • Hegðun batnar og ástundun vex þegar kennarar sýna
    nemendum gott fordæmi með eigin hegðun eru
    sjálfum sér samkvæmir, sýna nemendum sanngirni,
    virðingu og umhyggju og leitast við að byggja upp
    styðjandi samskipti þar sem báðir aðilar hafa
    réttindi jafnt sem skyldur.
  • Hrós og umbun.

49
Aðdragandi hegðun - afleiðingar
  • Öll hegðun æskileg sem óæskileg - á sér
    aðdraganda og hún hefur afleiðingar.
  • Hver er aðdragandinn hvað hvetur til
    hegðunarinnar?
  • Hverjar eru afleiðingarnar?
  • Hefur æskileg hegðun alltaf góðar afleiðingar?
  • Hefur óæskileg eða jafnvel ótæk hegðun
    stundum æskilegar afleiðingar?

50
Aðdragandi hegðun afleiðingar (frh.)
  • Til eru rannsóknir sem benda til að við séum mjög
    fljót að bregðast við óæskilegri hegðun en við
    bregðumst sjaldnar á jákvæðan hátt við góðri
    hegðun.
  • Hvað styrkir okkur í að leggja okkur fram ef það
    hefur engar jákvæðar afleiðingar fyrir okkur?

51
Að bregðast við ...
  • Ekkert er mýkra og gljúpara í heimi en vatnið en
    ekkert kemst til jafns við það í því að eyða hinu
    harða og sterka að því leyti ber það af
    öllu. (Lao Tse)

52
Skilgreining og flokkun brots
  • Flokka óæskilega hegðun eftir alvarleika og beita
    viðurlögum í samræmi við brotið.
  • Samræmt ferli í viðbrögðum og samkomulag og
    samræmi milli starfsmanna um hvaða hegðun
  • talið er að kennari ráði við undir eðlilegum
    kringumstæðum í skólastofunni,
  • er álitið að krefjist ákveðinna viðurlaga,
  • kallar á íhlutun skólastjóri / yfirmanns,
  • kallar á alvarleg viðbrögð s.s. íhlutun
    stoðþjónustu, brottrekstur o.s.frv.

53
Þegar við bregðumst við ...
  • Greina atburði frá persónum
  • það er ekki nemandinn sem við erum að dæma heldur
    það sem hann eða hún gerði
  • Nokkur þrep í viðbrögðum
  • sem eru fyrirsjáanleg og öllum ljós.
  • Samræmd viðbrögð við brotum samkvæmni hjá
    hverjum og einum.
  • Draga úr athyglinni sem beinist að neikvæðri
    hegðun - ágóði af slæmri hegðun í algjöru
    lágmarki.

54
Þegar við bregðumst við ... (frh.)
  • Reyna að forðast stigmögnun átaka eða togstreitu.
  • Ég-boð og Þú-boð.
  • Mörgum nemendum þarf að kenna rétta hegðun. Koma
    á samstarfi og formlegum samningum við slíka
    nemendur.
  • Markmið skólans er ekki að hafa vald yfir
    einstaklingum með því að stjórna skilyrðislaust
    atferli nemenda og vakta hegðun
  • heldur að byggja upp þann siðferðilega áttavita
    sem vísað getur nemendum veginn í lífinu.

55
Óskilvirk viðbrögð
  • Óskýrar reglur sem erfitt er að framfylgja.
  • Láta brot á reglum afskiptalaus.
  • Tvíræðni eða ósamkvæmni í viðbrögðum og
    afskiptum.
  • Ástæðulaus eða óviðeigandi harka í viðbrögðum eða
    refsingar án leiðbeiningar um og áherslu á rétta
    hegðun.

56
Dæmi um réttindi og skyldur nemenda
  • Réttindi
  • að fá að njóta hæfileika sinna í námi
  • að njóta virðingar, tillitssemi og sanngirni
  • að fá athygli og áheyrn fullorðinna
  • að vita hvers er vænst af þeim
  • að njóta öryggis
  • Skyldur
  • að koma fram við aðra af virðingu og tillitssemi
  • að hlusta á það sem aðrir hafa að segja
  • að hlíta fyrirmælum starfsfólks
  • að reyna að leysa ágreining friðsamlega
  • að biðja um hjálp þegar þess er þörf
  • að gera sitt besta til að aðrir geti lært

57
Dæmi um réttindi og skyldur starfsmanna
  • Skyldur
  • að skapa öruggt og örvandi náms-umhverfi þar sem
    allir geta náð reglulegum árangri
  • að sýna nemendum ævinlega virðingu og vera
    samkvæmir sjálfum sér og öðrum í framkomu við þá
  • að hafa reglulega samband við foreldra
  • Réttindi
  • að geta reitt sig á virðingu og tillitssemi
    nemenda, foreldra, yfirmanna og starfsfélaga
  • að búa við skilyrði sem gera þeim kleift að sinna
    starfi sínu sem best

58
Dæmi um vinnureglur fyrir starfsfólk I
  • Starfsfólki ber að stuðla að góðri hegðun með því
  • skapa nemendum öruggt námsumhverfi þar sem þeir
    geta stundað nám sitt og verið öruggir um
    líkamlega og tilfinninaglega velferð sína
  • setja nemendum skýr mörk um hegðun og beita
    veiðeigandi viðurlögum ef þarf
  • gera nemendum ljóst hvernig ætlast er til að þeir
    komi fram og hvaða hegðun er ekki viðurkennd
  • sjá til þess að góð hegðun hafi ávallt góðar
    afleiðingar
  • sýna nemendum sanngirni og virðingu og stuðla
    þannig að því að nemendur treysti starfsfólki og
    virði það

59
Dæmi um vinnureglur fyrir starfsfólk II
  • Starfsfólki ber að stuðla að góðri hegðun með því
  • hafa - og sýna í verki - miklar væntingar til
    nemenda
  • sjá til þess að verkefni nemenda séu verðug og
    hæfi getu þeirra, áhuga og námsháttum
  • hvetja nemendur til að ræða vandamál sín við
    starfsfólk og skapa þeim tækifæri til þess
  • gefa foreldrum reglulega upplýsingar um gengi
    barna sinna
  • kenna nemendum að leysa úr ágreiningi og jafna
    deilur
  • gæta jafnréttis milli kynja og nemenda af ólíku
    þjóðerni og með ólíka hæfileika.

60
Gullnar reglur um samskipti við nemendur I
  • Vertu vingjanleg(ur) og aðgengileg(ur).
  • Hafðu áminningar eins mildar og hægt er
  • mörg brot stafa af gáleysi fremur en ásetningi.
  • Haltu ró þinni á hverju sem gengur.
  • Brostu við nemendum, haltu augnsambandi og sýndu
    nálægð.
  • Spjallaðu við nemendur
  • um það sem þeim finnst mikilvægt
  • Hrósaðu nemendum.

61
Gullnar reglur um samskipti við nemendur II
  • Hrósaðu ekki og gagnrýndu í sömu andrá
  • gagnrýnin verður minnisstæðari en hrósið.
  • Vertu sanngjarn /-gjörn
  • beittu valdi þínu hóflega og hlustaðu á skýringar
    nemenda.
  • Vertu kurteis við nemendur
  • og sýndu með því gott fordæmi.
  • Forðastu árekstra við nemendur
  • þrættu aldrei en sýndu myndugleik
  • hótaðu aldrei því sem þú ert ekki viss um að
    efna.

62
Gullnar reglur um samskipti við nemendur III
  • Hjálpaðu nemendum að bakka út
  • ef þeir hafa komið sér í klípu.
  • Hrópaðu aldrei á nemendur
  • það eykur einungis hávaðann og er auk þess
    ókurteisi.
  • Vertu aldrei kaldhæðin(n) við nemendur
  • kaldhæðni lítillækkar.
  • Stimplaðu ekki nemendur
  • gagnrýndu hegðunina en ekki nemandann (tekið
    saman af Rúnari Sigþórssyni).
Write a Comment
User Comments (0)
About PowerShow.com